Button hissa á hörðum stigaslag 8. apríl 2010 10:30 Jenson Button hefur fagnað sigri í einu móti af þremur og er meðal þeirra sem eru ofarlega í stigamótinu. Mynd: Getty Images Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni. Sjö ökumenn eru í þéttum hóp í stigakeppninni. Felipe Massa er með 39 stig, og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 37, Nico Rosberg og Jenson Button 35 og Lewis Hamilton 31. Þá er Robert Kubica með 30 og þar sem fyrsta sætið gefur 25 stig og annað 18, þá er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. "Það er jafnt á toppnum og það sýnir sig í fyrstu þremur mótunum að það skiptir máli að vera stöðugur í stigamótinu, ekki bara sá fljótasti", sagði Button. Þrír mismunandi ökumenn hafa unnið í fyrstu þremur mótum ársins. Fyrst varð það Alonso, svo Button og Vettel. "Staðan kemur mér á óvart. Ég er ekki sá eini sem taldi að nýja stigakerfið myndi launa þeim fljótasta, fremur en þeim sem safna stigum á stöðugan hátt. Mér er sagt að staðan á toppnum væri sú sama ef gamla stigakerfið væri notað og það er áhugvert. Ég held að það muni taka nokkur mót að skilja kosti og galla nýja kerfisins. En stöðugleiki skiptir máli." Button telur að hléið sem ökumenn fá núna fram að næsta móti eftir rúma átta daga sé kærkomið og menn geti lagað bíla sína fyrir komandi átök. Sjálfur flaug hann frá Malasíu til Englands til að prófa McLaren bílinn í ökuhermi og ætlar síðan til Japan, að hitta japanska kærustu sína og loks Kína um aðra helgi. "Það sem er skemmtilegast fyrir mig er að ég finn ég er á frábærum bíl, sem ég er enn að læra á og skilja. Ég hlakka til þess sem koma skal í næstu sex eða átta mótum. Þá sjáum við hver staða okkar verður fyrir lokaslaginn um titilinn." Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni. Sjö ökumenn eru í þéttum hóp í stigakeppninni. Felipe Massa er með 39 stig, og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 37, Nico Rosberg og Jenson Button 35 og Lewis Hamilton 31. Þá er Robert Kubica með 30 og þar sem fyrsta sætið gefur 25 stig og annað 18, þá er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. "Það er jafnt á toppnum og það sýnir sig í fyrstu þremur mótunum að það skiptir máli að vera stöðugur í stigamótinu, ekki bara sá fljótasti", sagði Button. Þrír mismunandi ökumenn hafa unnið í fyrstu þremur mótum ársins. Fyrst varð það Alonso, svo Button og Vettel. "Staðan kemur mér á óvart. Ég er ekki sá eini sem taldi að nýja stigakerfið myndi launa þeim fljótasta, fremur en þeim sem safna stigum á stöðugan hátt. Mér er sagt að staðan á toppnum væri sú sama ef gamla stigakerfið væri notað og það er áhugvert. Ég held að það muni taka nokkur mót að skilja kosti og galla nýja kerfisins. En stöðugleiki skiptir máli." Button telur að hléið sem ökumenn fá núna fram að næsta móti eftir rúma átta daga sé kærkomið og menn geti lagað bíla sína fyrir komandi átök. Sjálfur flaug hann frá Malasíu til Englands til að prófa McLaren bílinn í ökuhermi og ætlar síðan til Japan, að hitta japanska kærustu sína og loks Kína um aðra helgi. "Það sem er skemmtilegast fyrir mig er að ég finn ég er á frábærum bíl, sem ég er enn að læra á og skilja. Ég hlakka til þess sem koma skal í næstu sex eða átta mótum. Þá sjáum við hver staða okkar verður fyrir lokaslaginn um titilinn."
Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira