Erlent

Manaður til að gleypa snigil og lenti á gjörgæslu

Snigillinn ber með sér hættulegt sníkjudýr.
Snigillinn ber með sér hættulegt sníkjudýr.

Ástralskur maður berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa étið lifandi snigil. Maðurinn var manaður af félögum sínum til þess að gleypa kvikyndið en fékk fyrir vikið í sig sníkjudýr sem sniglar bera með sér en dýrið veldur sjúkódómi sem er í ætt við heilahimnubólgu.

Sníkjudýrið finnst aðeins í hægðum sníkjudýra en sniglar lifa meðal annars á þeim herramannsmat. Læknar mannsins vonast til þess að hann nái sér en þeir beina því til þeirra sem hyggjast leggja sér snigla til munns að þvo þá rækilega fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×