Lífið

Þrjú söfn standa upp úr í Safnaverðlaununum

Þrjú söfn hafa verið tilnefnd til Safnaverðlaunanna 2010: Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Nýlistasafnið í Reykjavík.

Meira en sjötíu ábendingar bárust í ár en verðlaunin verða veitt á Bessastöðum á íslenska safnadeginum, 11. júlí.

Verðlaunin voru fyrst veitt Síldarminjasafninu á Siglufirði árið 2000 og eru nú veitt í sjöunda sinn. Síðast fékk Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði viðurkenninguna. - fb

Hér eru nánari upplýsingar um Safnaverðlaunin.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.