Dikta sigrar Ísland 13. mars 2010 06:00 Dikta er vinsælasta hljómsveit landsins og hefur nánast einokað vinsældalista landsins á árinu. fréttablaðið/stefán Hljómsveitin Dikta er búin að eiga tvö lög á toppi Lagalistans í ár þrátt fyrir að mars sé aðeins hálfnaður. Hljómsveitin hefur aldrei verið heitari en nú eftir þrjár plötur og mörg ár í harkinu. „Ég var mjög ánægður með plötuna og bjóst alveg við að það myndi ganga vel - en ekki svona vel,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Dikta hefur átt tvö lög á toppi lagalistans í ár og hefur í raun setið á toppnum frá því í byrjun desember á síðasta ári, ef undanskildar eru þrjár vikur sem Páll Óskar, Hera Björk og breska hljómsveitin Muse skiptu með sér. Umrædd lög, From Now On og Thank You, komu út á plötunni Get it Together í fyrra, en hún hefur selst í meira en 3.200 eintökum, setið á toppi tónlistans í tæpan mánuð og er tilnefnd sem poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. „Þetta er að sjálfsögðu mjög gaman. Við erum búnir að vera að harka í 11 ár og það gengur alltaf betur og betur, en nú er þetta farið að ganga svakalega smurt,“ segir læknirinn Haukur Heiðar, en hann var nývaknaður eftir næturvakt þegar Fréttablaðið náði í hann. „Við bjuggumst ekki við að eiga topplag í níu vikur og að næsta færi beint á toppinn.“ Dikta heyrðist fyrst aðallega á útvarpsstöðinni Xið 977, sem er eina rokkútvarpsstöð landsins. Rás 2 hefur einnig spilað tónlist hljómsveitarinnar í gegnum tíðina, en nú er hún farin að heyrast á FM 957 og Bylgjunni. Ekki nóg með það, þá er hún vinsælasta hljómsveitin á FM, sem hlýtur að vekja upp skrýtnar tilfinngar hjá Hauki, eða hvað? „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurningu,“ segir hann og hlær. „Er það ekki bara eitthvað til að fagna? Auðvitað vill maður að sem flestir hlusti á músíkina manns.“ En eru þið ekkert hræddir um að missa töffstimpilinn? „Við höfum aldrei haft neinn töffstimpil. Við höfum aldrei verið inni í þessari hipp og kúl-klíku. Það er fullt af klíkum á Íslandi, en við höfum aldrei verið í þessu 101- eða krúttdæmi. Við höfum alltaf verið strákar í Garðabæ að spila músík. Svo eru alltaf fleiri og fleiri sem hlusta á músíkina okkar þannig að ég hef engar áhyggjur af neinum stimpli.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Hljómsveitin Dikta er búin að eiga tvö lög á toppi Lagalistans í ár þrátt fyrir að mars sé aðeins hálfnaður. Hljómsveitin hefur aldrei verið heitari en nú eftir þrjár plötur og mörg ár í harkinu. „Ég var mjög ánægður með plötuna og bjóst alveg við að það myndi ganga vel - en ekki svona vel,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Dikta hefur átt tvö lög á toppi lagalistans í ár og hefur í raun setið á toppnum frá því í byrjun desember á síðasta ári, ef undanskildar eru þrjár vikur sem Páll Óskar, Hera Björk og breska hljómsveitin Muse skiptu með sér. Umrædd lög, From Now On og Thank You, komu út á plötunni Get it Together í fyrra, en hún hefur selst í meira en 3.200 eintökum, setið á toppi tónlistans í tæpan mánuð og er tilnefnd sem poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. „Þetta er að sjálfsögðu mjög gaman. Við erum búnir að vera að harka í 11 ár og það gengur alltaf betur og betur, en nú er þetta farið að ganga svakalega smurt,“ segir læknirinn Haukur Heiðar, en hann var nývaknaður eftir næturvakt þegar Fréttablaðið náði í hann. „Við bjuggumst ekki við að eiga topplag í níu vikur og að næsta færi beint á toppinn.“ Dikta heyrðist fyrst aðallega á útvarpsstöðinni Xið 977, sem er eina rokkútvarpsstöð landsins. Rás 2 hefur einnig spilað tónlist hljómsveitarinnar í gegnum tíðina, en nú er hún farin að heyrast á FM 957 og Bylgjunni. Ekki nóg með það, þá er hún vinsælasta hljómsveitin á FM, sem hlýtur að vekja upp skrýtnar tilfinngar hjá Hauki, eða hvað? „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurningu,“ segir hann og hlær. „Er það ekki bara eitthvað til að fagna? Auðvitað vill maður að sem flestir hlusti á músíkina manns.“ En eru þið ekkert hræddir um að missa töffstimpilinn? „Við höfum aldrei haft neinn töffstimpil. Við höfum aldrei verið inni í þessari hipp og kúl-klíku. Það er fullt af klíkum á Íslandi, en við höfum aldrei verið í þessu 101- eða krúttdæmi. Við höfum alltaf verið strákar í Garðabæ að spila músík. Svo eru alltaf fleiri og fleiri sem hlusta á músíkina okkar þannig að ég hef engar áhyggjur af neinum stimpli.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira