Dikta sigrar Ísland 13. mars 2010 06:00 Dikta er vinsælasta hljómsveit landsins og hefur nánast einokað vinsældalista landsins á árinu. fréttablaðið/stefán Hljómsveitin Dikta er búin að eiga tvö lög á toppi Lagalistans í ár þrátt fyrir að mars sé aðeins hálfnaður. Hljómsveitin hefur aldrei verið heitari en nú eftir þrjár plötur og mörg ár í harkinu. „Ég var mjög ánægður með plötuna og bjóst alveg við að það myndi ganga vel - en ekki svona vel,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Dikta hefur átt tvö lög á toppi lagalistans í ár og hefur í raun setið á toppnum frá því í byrjun desember á síðasta ári, ef undanskildar eru þrjár vikur sem Páll Óskar, Hera Björk og breska hljómsveitin Muse skiptu með sér. Umrædd lög, From Now On og Thank You, komu út á plötunni Get it Together í fyrra, en hún hefur selst í meira en 3.200 eintökum, setið á toppi tónlistans í tæpan mánuð og er tilnefnd sem poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. „Þetta er að sjálfsögðu mjög gaman. Við erum búnir að vera að harka í 11 ár og það gengur alltaf betur og betur, en nú er þetta farið að ganga svakalega smurt,“ segir læknirinn Haukur Heiðar, en hann var nývaknaður eftir næturvakt þegar Fréttablaðið náði í hann. „Við bjuggumst ekki við að eiga topplag í níu vikur og að næsta færi beint á toppinn.“ Dikta heyrðist fyrst aðallega á útvarpsstöðinni Xið 977, sem er eina rokkútvarpsstöð landsins. Rás 2 hefur einnig spilað tónlist hljómsveitarinnar í gegnum tíðina, en nú er hún farin að heyrast á FM 957 og Bylgjunni. Ekki nóg með það, þá er hún vinsælasta hljómsveitin á FM, sem hlýtur að vekja upp skrýtnar tilfinngar hjá Hauki, eða hvað? „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurningu,“ segir hann og hlær. „Er það ekki bara eitthvað til að fagna? Auðvitað vill maður að sem flestir hlusti á músíkina manns.“ En eru þið ekkert hræddir um að missa töffstimpilinn? „Við höfum aldrei haft neinn töffstimpil. Við höfum aldrei verið inni í þessari hipp og kúl-klíku. Það er fullt af klíkum á Íslandi, en við höfum aldrei verið í þessu 101- eða krúttdæmi. Við höfum alltaf verið strákar í Garðabæ að spila músík. Svo eru alltaf fleiri og fleiri sem hlusta á músíkina okkar þannig að ég hef engar áhyggjur af neinum stimpli.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Hljómsveitin Dikta er búin að eiga tvö lög á toppi Lagalistans í ár þrátt fyrir að mars sé aðeins hálfnaður. Hljómsveitin hefur aldrei verið heitari en nú eftir þrjár plötur og mörg ár í harkinu. „Ég var mjög ánægður með plötuna og bjóst alveg við að það myndi ganga vel - en ekki svona vel,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Dikta hefur átt tvö lög á toppi lagalistans í ár og hefur í raun setið á toppnum frá því í byrjun desember á síðasta ári, ef undanskildar eru þrjár vikur sem Páll Óskar, Hera Björk og breska hljómsveitin Muse skiptu með sér. Umrædd lög, From Now On og Thank You, komu út á plötunni Get it Together í fyrra, en hún hefur selst í meira en 3.200 eintökum, setið á toppi tónlistans í tæpan mánuð og er tilnefnd sem poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. „Þetta er að sjálfsögðu mjög gaman. Við erum búnir að vera að harka í 11 ár og það gengur alltaf betur og betur, en nú er þetta farið að ganga svakalega smurt,“ segir læknirinn Haukur Heiðar, en hann var nývaknaður eftir næturvakt þegar Fréttablaðið náði í hann. „Við bjuggumst ekki við að eiga topplag í níu vikur og að næsta færi beint á toppinn.“ Dikta heyrðist fyrst aðallega á útvarpsstöðinni Xið 977, sem er eina rokkútvarpsstöð landsins. Rás 2 hefur einnig spilað tónlist hljómsveitarinnar í gegnum tíðina, en nú er hún farin að heyrast á FM 957 og Bylgjunni. Ekki nóg með það, þá er hún vinsælasta hljómsveitin á FM, sem hlýtur að vekja upp skrýtnar tilfinngar hjá Hauki, eða hvað? „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurningu,“ segir hann og hlær. „Er það ekki bara eitthvað til að fagna? Auðvitað vill maður að sem flestir hlusti á músíkina manns.“ En eru þið ekkert hræddir um að missa töffstimpilinn? „Við höfum aldrei haft neinn töffstimpil. Við höfum aldrei verið inni í þessari hipp og kúl-klíku. Það er fullt af klíkum á Íslandi, en við höfum aldrei verið í þessu 101- eða krúttdæmi. Við höfum alltaf verið strákar í Garðabæ að spila músík. Svo eru alltaf fleiri og fleiri sem hlusta á músíkina okkar þannig að ég hef engar áhyggjur af neinum stimpli.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira