Erlent

Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Obama

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mennirnir ætluðu að myrða Obama íklæddir hvítum smoking.
Mennirnir ætluðu að myrða Obama íklæddir hvítum smoking.
Tuttugu og eins árs gamall nýnasisti frá Tennesse í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa ætlað að myrða fjölda svartra Bandaríkjamanna. Þar á meðal Barack Obama, sem þá var öldungardeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi.

Karlmaðurinn, sem heitir Danéil Cowart ætlaði, ásamt Paul Schlesselman, vitorðsmanni sínum, að myrða allt að 88 manns og afhausa þá síðan, að þvi er norska Aftenposten greinir frá. Morðæðið átti svo að ná hámarki með morðinu á Obama, rétt fyrir forsetakosningarnar í nóvember árið 2008.

Mennirnir ætluðu að vera klæddir hvítum smóking, hlaupa að Obama og skjóta hann í gegnum bílrúðu. Þeir sem þekkja best til telja ólíklegt að mönnunum tveimur gæti hafa orðið eitthvað ágengt í áætlunum sínum. Bandarísk yfirvöld taka málinu hins vegar afar alvarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×