Erlent

Reynir að miðla málum

Mitchell og Abbas hittust í Ramallah á Vesturbakkanum. Mynd/AP
Mitchell og Abbas hittust í Ramallah á Vesturbakkanum. Mynd/AP
George Mitchell, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Mið-Austurlanda, fundaði í dag með leiðtogum Palestínumanna og Ísraels. Mitchell kom til Ísraels í fyrradag en áður en hann lagði af stað sagðist ætla að reyna að blása lífi í friðarviðræður þjóðanna sem hafa verið stopp í meira en ár.

Mitchell fundaði í dag með Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni, leiðtoga stjórnarandstöðunnar og Shimon Peres, forseta Ísraels. Eftir það hélt hann til Vesturbakkans og ræddi við Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna. Frá því að Micthell kom til Ísraels átti hann tvo fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.

Samskipti Bandaríkjamanna og Ísraela hafa verið afar stirð frá því að ráðamenn í Ísrael tilkynntu í mars um byggingu 1600 nýrra íbúða gyðinga í austurhluta Jerúsalem. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, var þá í þriggja daga heimsókn á svæðinu og skyggði tilkynningin á heimsókn hans en vonir voru bundnar við að hún yrði til þess að Ísraelar og Palestínumenn hæfu friðarviðræður á nýjan leik. Palestínumenn vilja að austurhluti borgarinnar verði höfuðborg sjálfstæðrar Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×