Skilanefndasiðferði 24. febrúar 2010 06:00 Á þeim árum þegar Íslandi var breytt í gróðamaskínu auðjöfra var valdabyggingu samfélagsins einnig umbylt. Nú þegar hrópað er á stjórnmálamenn að stoppa sukkið þá gleymist að gamla valdakerfið er enn við lýði og að ýmsu leyti sama gamla hugarfarið líka. Í þeim valdastrúktúr voru stjórnmál eins konar skúffa í deild viðskiptanna. Eftir standa stjórnmál sem fólk vill nú að séu virkjuð til að bylta en hafa um langa hríð kerfisbundið verið dæmd til lögbundins aðkomuleysis. Tökum eitt dæmi, skilanefndir. Skilanefndir maka krókinn en þær hafa líka gríðarleg völd og áhrif á hvernig samfélag byggist hér upp, hvað gerist við hvaða eignir gömlu bankanna, hvernig auðnum er skipt og úthlutað. Hvar er dagsbirta slíkra gjörninga og hver ræður yfir skilanefndum? Það er óljóst. FME getur skipað nýjan skilanefndarmann ef einhver hættir. En bara ef einhver hættir. Að öðru leyti virðist FME ekki ráða neitt yfir skilanefndum. Hvað þá með kröfuhafa gömlu bankanna, ráða þeir yfir skilanefndum? Að einhverju leyti því skilanefndir starfa skv. skilgreiningu í umboði kröfuhafa. En kröfuhafar hafa ekki beint boðvald yfir skilanefndum og virðist líka haldið fyrir utan innsta hring. Með öðrum orðum, skilanefndir eru ríki í ríkinu með óljóst lagaumhverfi, óljósa yfirmenn (ef einhverja), nær enga lýðræðislega aðkomu almennings en með gríðarleg völd og auð um að sýsla. Gamla ósýnilega höndin ræður ríkjum og fær myndarþóknun fyrir, eða hvað? Nú þarf að gera hina ósýnilegu hönd sýnilega og setja henni reglur. En við hljótum jafnframt að biðla til ábyrgðarkenndar fólks í landi þar sem fjöldi launþega missir vinnu, velferðarkerfi er skorið niður, heimili eru í skuldafjötrum. Eða hvernig er það á „nýja Íslandi", eru það bara stjórnmálamenn sem allt í einu eiga að „redda málum" eftir að kerfisbundið er búið að taka frá þeim lýðræðislega aðkomu, eða þarf samfélagið allt að hugsa sinn gang, líka skilanefndir? Skilanefndasiðferði þarf að þola dagsljósið. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á þeim árum þegar Íslandi var breytt í gróðamaskínu auðjöfra var valdabyggingu samfélagsins einnig umbylt. Nú þegar hrópað er á stjórnmálamenn að stoppa sukkið þá gleymist að gamla valdakerfið er enn við lýði og að ýmsu leyti sama gamla hugarfarið líka. Í þeim valdastrúktúr voru stjórnmál eins konar skúffa í deild viðskiptanna. Eftir standa stjórnmál sem fólk vill nú að séu virkjuð til að bylta en hafa um langa hríð kerfisbundið verið dæmd til lögbundins aðkomuleysis. Tökum eitt dæmi, skilanefndir. Skilanefndir maka krókinn en þær hafa líka gríðarleg völd og áhrif á hvernig samfélag byggist hér upp, hvað gerist við hvaða eignir gömlu bankanna, hvernig auðnum er skipt og úthlutað. Hvar er dagsbirta slíkra gjörninga og hver ræður yfir skilanefndum? Það er óljóst. FME getur skipað nýjan skilanefndarmann ef einhver hættir. En bara ef einhver hættir. Að öðru leyti virðist FME ekki ráða neitt yfir skilanefndum. Hvað þá með kröfuhafa gömlu bankanna, ráða þeir yfir skilanefndum? Að einhverju leyti því skilanefndir starfa skv. skilgreiningu í umboði kröfuhafa. En kröfuhafar hafa ekki beint boðvald yfir skilanefndum og virðist líka haldið fyrir utan innsta hring. Með öðrum orðum, skilanefndir eru ríki í ríkinu með óljóst lagaumhverfi, óljósa yfirmenn (ef einhverja), nær enga lýðræðislega aðkomu almennings en með gríðarleg völd og auð um að sýsla. Gamla ósýnilega höndin ræður ríkjum og fær myndarþóknun fyrir, eða hvað? Nú þarf að gera hina ósýnilegu hönd sýnilega og setja henni reglur. En við hljótum jafnframt að biðla til ábyrgðarkenndar fólks í landi þar sem fjöldi launþega missir vinnu, velferðarkerfi er skorið niður, heimili eru í skuldafjötrum. Eða hvernig er það á „nýja Íslandi", eru það bara stjórnmálamenn sem allt í einu eiga að „redda málum" eftir að kerfisbundið er búið að taka frá þeim lýðræðislega aðkomu, eða þarf samfélagið allt að hugsa sinn gang, líka skilanefndir? Skilanefndasiðferði þarf að þola dagsljósið. Höfundur er alþingismaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun