Lífsgæði hafnarsvæðisins 20. ágúst 2010 06:00 Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tugþúsundir fara nú í hvalaskoðunarferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífsgæði hafnarsvæðisins, með svolítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þróunin og hefur átt sér stað í höfninni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svipuðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifanum og hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjartan Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Enginn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnulíf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minjagripaverslun, endalausum hótelum og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipahafna og ferðaþjónustu; veitingahúsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyrirtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta, skemmtiferðaskipa og seglskútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi takast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Í greinargerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverkefni, frárennslismál, reglur varðandi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðuskipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverfisþáttum". Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald" um afmarkaða rekstrarþætti fyrirtækisins. Heildarumhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxaflóahafnir geti fengið viðurkennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafnanna, útgerð, ferðaþjónustu, fiskvinnslufyrirtækja, flutningafyrirtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtækisins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í landinu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tugþúsundir fara nú í hvalaskoðunarferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífsgæði hafnarsvæðisins, með svolítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þróunin og hefur átt sér stað í höfninni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svipuðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifanum og hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjartan Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Enginn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnulíf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minjagripaverslun, endalausum hótelum og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipahafna og ferðaþjónustu; veitingahúsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyrirtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta, skemmtiferðaskipa og seglskútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi takast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Í greinargerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverkefni, frárennslismál, reglur varðandi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðuskipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverfisþáttum". Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald" um afmarkaða rekstrarþætti fyrirtækisins. Heildarumhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxaflóahafnir geti fengið viðurkennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafnanna, útgerð, ferðaþjónustu, fiskvinnslufyrirtækja, flutningafyrirtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtækisins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í landinu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun