Erlent

Ísraelar hafa áhyggjur af ímynd sinni

Óli Tynes skrifar
Austur-Jerúsalem.
Austur-Jerúsalem.

Ný skoðanakönnun sýnir að Ísraelar hafa nokkrar áhyggjur af ímynd þjóðarinnar.

Næstum annarhver aðspurðra taldi að hún hefði versnað eftir deilu við Bandaríkin um byggingu nýrra íbúðarhúsa í Austur-Jerúsalem.

Þar búa nú um 250 þúsund Palestínumenn og 180 þúsund Gyðingar. Ísraelar ætla að byggja þar 1600 nýjar íbúðir.

Samkvæmt könnuninni eru 46 prósent Ísraela enn hlynntir friðarsamningum við Palestínumenn sem fela í sér að skilað verði nær öllu herteknu landi á Vesturbakkanum.

Þrjátíu og níu prósent eru á móti og fimmtán prósent tóku ekki afstöðu.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×