Naomi Campell vitnar gegn stríðsherra í Haag 6. ágúst 2010 06:00 Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var ekki sátt við að þurfa að bera vitni í gær en þurfti að útskýra hvernig hún fékk blóðdemanta að gjöf frá Taylor. Fréttablaðið/afp Naomi Campbell var í óvenjulegum aðstæðum í gær þegar hún sat í dómsal Stríðsdómstólsins í Haag. Fyrirsætan þurfti að bera vitni gegn meinta stríðsherranum og demantakónginum Charles Taylor en hún á að hafa fengið blóðdemanta að gjöf frá Taylor árið 1997. Charles Taylor er ásakaður um stríðsglæpi og mannréttindabrot í Síerra Leóne á tímabilinu 1997-2001 og á að hafa fjármagnað stríðsrektur sinn með svokölluðum blóðdemöntum. Fyrirsætan bar vitni gegn vilja sínum, en hún á að hafa fengið poka fullan af þessum demöntum að gjöf frá Taylor í velgjörðarkvöldverði hjá Nelson Mandela í Suður-Afríku árið 1997. Þessi gjöf Taylors til Campbell er talin vera sönnun þess að hann sé flæktur í ólöglegu demantastarfsemina í Síerra Leóne. Naomi Campbell var stressuð að sögn viðstaddra er hún mætti í vitnastúkuna en hún var mjög mótfallin því að blandast inn í málið. Hefur hún látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hún sé hrædd um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar í kjölfar vitnaleiðslunnar. Taylor var viðstaddur í dómsalnum. Campbell lét strax í ljós andúð sína á verunni í dómsalnum og sagði við dómarann að hún vildi bara drífa þetta af. Dómarinn mun hafa svarað með kaldhæðni þar sem hún þakkaði Campbell kærlega fyrir að hafa getað fundið sér tíma í annasömu prógrammi til að heiðra þau með nærveru sinni. Fyrirsætan fór yfir alla söguna bak við gjöfina sem hún á að hafa tekið á móti á hótelherbergi sínu eftir velgjörðarkvöldverðinn. Charles Taylor var meðal gesta í boðinu en Campbell þvertekur fyrir að hafa átt einhver samskipti við hann í boðinu. Segist hún hafa fengið pokann með demöntunum frá starfsmanni hótelsins en að hún hafi ekki kíkt í pokann fyrr en daginn eftir. „Það sem blasti við mér þegar ég opnaði pokann voru pínulitlir skítugir steinar. Mér datt ekki í huga að þetta væru demantar," sagði Campbell við viðstadda í dómsalnum en það var ekki fyrr en hún sýndi vinkonu sinni, leikkonunni Miu Farrow, pokann og innihaldið daginn eftir, að hún uppgötvaði hvers kyns var. „Farrow skildi strax að þetta var gjöf frá Taylor og hvatti mig því til að skila pokanum þegar í stað og ég lét því vin minn, Jeremy Radcliffe, hafa pokann," sagði Campbell en Farrow var ein af þeim sem lét ákærendur í málinu vita af gjöfinni til Campbell. Charles Taylor neitar öllu en réttarhöldunum yfir honum í Haag er ekki lokið. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Naomi Campbell var í óvenjulegum aðstæðum í gær þegar hún sat í dómsal Stríðsdómstólsins í Haag. Fyrirsætan þurfti að bera vitni gegn meinta stríðsherranum og demantakónginum Charles Taylor en hún á að hafa fengið blóðdemanta að gjöf frá Taylor árið 1997. Charles Taylor er ásakaður um stríðsglæpi og mannréttindabrot í Síerra Leóne á tímabilinu 1997-2001 og á að hafa fjármagnað stríðsrektur sinn með svokölluðum blóðdemöntum. Fyrirsætan bar vitni gegn vilja sínum, en hún á að hafa fengið poka fullan af þessum demöntum að gjöf frá Taylor í velgjörðarkvöldverði hjá Nelson Mandela í Suður-Afríku árið 1997. Þessi gjöf Taylors til Campbell er talin vera sönnun þess að hann sé flæktur í ólöglegu demantastarfsemina í Síerra Leóne. Naomi Campbell var stressuð að sögn viðstaddra er hún mætti í vitnastúkuna en hún var mjög mótfallin því að blandast inn í málið. Hefur hún látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hún sé hrædd um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar í kjölfar vitnaleiðslunnar. Taylor var viðstaddur í dómsalnum. Campbell lét strax í ljós andúð sína á verunni í dómsalnum og sagði við dómarann að hún vildi bara drífa þetta af. Dómarinn mun hafa svarað með kaldhæðni þar sem hún þakkaði Campbell kærlega fyrir að hafa getað fundið sér tíma í annasömu prógrammi til að heiðra þau með nærveru sinni. Fyrirsætan fór yfir alla söguna bak við gjöfina sem hún á að hafa tekið á móti á hótelherbergi sínu eftir velgjörðarkvöldverðinn. Charles Taylor var meðal gesta í boðinu en Campbell þvertekur fyrir að hafa átt einhver samskipti við hann í boðinu. Segist hún hafa fengið pokann með demöntunum frá starfsmanni hótelsins en að hún hafi ekki kíkt í pokann fyrr en daginn eftir. „Það sem blasti við mér þegar ég opnaði pokann voru pínulitlir skítugir steinar. Mér datt ekki í huga að þetta væru demantar," sagði Campbell við viðstadda í dómsalnum en það var ekki fyrr en hún sýndi vinkonu sinni, leikkonunni Miu Farrow, pokann og innihaldið daginn eftir, að hún uppgötvaði hvers kyns var. „Farrow skildi strax að þetta var gjöf frá Taylor og hvatti mig því til að skila pokanum þegar í stað og ég lét því vin minn, Jeremy Radcliffe, hafa pokann," sagði Campbell en Farrow var ein af þeim sem lét ákærendur í málinu vita af gjöfinni til Campbell. Charles Taylor neitar öllu en réttarhöldunum yfir honum í Haag er ekki lokið. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira