Naomi Campell vitnar gegn stríðsherra í Haag 6. ágúst 2010 06:00 Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var ekki sátt við að þurfa að bera vitni í gær en þurfti að útskýra hvernig hún fékk blóðdemanta að gjöf frá Taylor. Fréttablaðið/afp Naomi Campbell var í óvenjulegum aðstæðum í gær þegar hún sat í dómsal Stríðsdómstólsins í Haag. Fyrirsætan þurfti að bera vitni gegn meinta stríðsherranum og demantakónginum Charles Taylor en hún á að hafa fengið blóðdemanta að gjöf frá Taylor árið 1997. Charles Taylor er ásakaður um stríðsglæpi og mannréttindabrot í Síerra Leóne á tímabilinu 1997-2001 og á að hafa fjármagnað stríðsrektur sinn með svokölluðum blóðdemöntum. Fyrirsætan bar vitni gegn vilja sínum, en hún á að hafa fengið poka fullan af þessum demöntum að gjöf frá Taylor í velgjörðarkvöldverði hjá Nelson Mandela í Suður-Afríku árið 1997. Þessi gjöf Taylors til Campbell er talin vera sönnun þess að hann sé flæktur í ólöglegu demantastarfsemina í Síerra Leóne. Naomi Campbell var stressuð að sögn viðstaddra er hún mætti í vitnastúkuna en hún var mjög mótfallin því að blandast inn í málið. Hefur hún látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hún sé hrædd um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar í kjölfar vitnaleiðslunnar. Taylor var viðstaddur í dómsalnum. Campbell lét strax í ljós andúð sína á verunni í dómsalnum og sagði við dómarann að hún vildi bara drífa þetta af. Dómarinn mun hafa svarað með kaldhæðni þar sem hún þakkaði Campbell kærlega fyrir að hafa getað fundið sér tíma í annasömu prógrammi til að heiðra þau með nærveru sinni. Fyrirsætan fór yfir alla söguna bak við gjöfina sem hún á að hafa tekið á móti á hótelherbergi sínu eftir velgjörðarkvöldverðinn. Charles Taylor var meðal gesta í boðinu en Campbell þvertekur fyrir að hafa átt einhver samskipti við hann í boðinu. Segist hún hafa fengið pokann með demöntunum frá starfsmanni hótelsins en að hún hafi ekki kíkt í pokann fyrr en daginn eftir. „Það sem blasti við mér þegar ég opnaði pokann voru pínulitlir skítugir steinar. Mér datt ekki í huga að þetta væru demantar," sagði Campbell við viðstadda í dómsalnum en það var ekki fyrr en hún sýndi vinkonu sinni, leikkonunni Miu Farrow, pokann og innihaldið daginn eftir, að hún uppgötvaði hvers kyns var. „Farrow skildi strax að þetta var gjöf frá Taylor og hvatti mig því til að skila pokanum þegar í stað og ég lét því vin minn, Jeremy Radcliffe, hafa pokann," sagði Campbell en Farrow var ein af þeim sem lét ákærendur í málinu vita af gjöfinni til Campbell. Charles Taylor neitar öllu en réttarhöldunum yfir honum í Haag er ekki lokið. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Naomi Campbell var í óvenjulegum aðstæðum í gær þegar hún sat í dómsal Stríðsdómstólsins í Haag. Fyrirsætan þurfti að bera vitni gegn meinta stríðsherranum og demantakónginum Charles Taylor en hún á að hafa fengið blóðdemanta að gjöf frá Taylor árið 1997. Charles Taylor er ásakaður um stríðsglæpi og mannréttindabrot í Síerra Leóne á tímabilinu 1997-2001 og á að hafa fjármagnað stríðsrektur sinn með svokölluðum blóðdemöntum. Fyrirsætan bar vitni gegn vilja sínum, en hún á að hafa fengið poka fullan af þessum demöntum að gjöf frá Taylor í velgjörðarkvöldverði hjá Nelson Mandela í Suður-Afríku árið 1997. Þessi gjöf Taylors til Campbell er talin vera sönnun þess að hann sé flæktur í ólöglegu demantastarfsemina í Síerra Leóne. Naomi Campbell var stressuð að sögn viðstaddra er hún mætti í vitnastúkuna en hún var mjög mótfallin því að blandast inn í málið. Hefur hún látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hún sé hrædd um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar í kjölfar vitnaleiðslunnar. Taylor var viðstaddur í dómsalnum. Campbell lét strax í ljós andúð sína á verunni í dómsalnum og sagði við dómarann að hún vildi bara drífa þetta af. Dómarinn mun hafa svarað með kaldhæðni þar sem hún þakkaði Campbell kærlega fyrir að hafa getað fundið sér tíma í annasömu prógrammi til að heiðra þau með nærveru sinni. Fyrirsætan fór yfir alla söguna bak við gjöfina sem hún á að hafa tekið á móti á hótelherbergi sínu eftir velgjörðarkvöldverðinn. Charles Taylor var meðal gesta í boðinu en Campbell þvertekur fyrir að hafa átt einhver samskipti við hann í boðinu. Segist hún hafa fengið pokann með demöntunum frá starfsmanni hótelsins en að hún hafi ekki kíkt í pokann fyrr en daginn eftir. „Það sem blasti við mér þegar ég opnaði pokann voru pínulitlir skítugir steinar. Mér datt ekki í huga að þetta væru demantar," sagði Campbell við viðstadda í dómsalnum en það var ekki fyrr en hún sýndi vinkonu sinni, leikkonunni Miu Farrow, pokann og innihaldið daginn eftir, að hún uppgötvaði hvers kyns var. „Farrow skildi strax að þetta var gjöf frá Taylor og hvatti mig því til að skila pokanum þegar í stað og ég lét því vin minn, Jeremy Radcliffe, hafa pokann," sagði Campbell en Farrow var ein af þeim sem lét ákærendur í málinu vita af gjöfinni til Campbell. Charles Taylor neitar öllu en réttarhöldunum yfir honum í Haag er ekki lokið. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“