Handbolti

Strákarnir hafa ekki tapað kveðjuleik í Höllinni síðan 2003

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsstelpur íslenska handboltalandsliðsins.
Stuðningsstelpur íslenska handboltalandsliðsins. Mynd/Pjetur

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er nú á leiðinni á sitt ellefta stórmót á einum áratug en Evrópumótið í Austurríki hefst á þriðjudaginn kemur. Strákarnir okkar kveðja íslensku þjóðina með æfingaleik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 20.15 í kvöld.

Íslenska liðinu hefur gengið í svipuðum kveðjuleikjum fyrir undanfarin stórmót og hafa ekki tapað kveðjuleik í Höllinni frá því í síðasta heimaleik sínum fyrir HM í Portúgal 2003.

Ísland spilaði ekki síðasta heimaleik sinn fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008 í Laugardalshöllinni heldur í annarskonar höll - Vodafonehöllinni á Hlíðarenda. Íslenska liðið vann þá 35-26 sigur á Spánverjum.

Íslenska liðið vann kveðjuleiki sína í Höllinni fyrir EM 2008, Hm 2007, EM 2004 og EM 2002 en varð að sæti sig við töp fyrir HM 2003 og HM 2001. Íslenska liðið tapaði einnig síðasta heimaleik sínum fyrir EM 2006 en sá leikur fór fram á móti Ásvöllum.

Kveðjuleikir íslenska landsliðsins síðasta áratuginn:

ÓL 2008 (2. sæti á mótinu)

Lau. 19.júl.2008 Vodafonehöllin Spánn 35-26 sigur

EM 2008 (11. sæti)

Sun. 13.jan.2008 Laugardalshöll Tékkland 32-30 sigur

HM 2007 (8. sæti)

Sun. 14.jan.2007 Laugardalshöll Tékkland 34-32 sigur

EM 2006 (7. sæti)

Lau. 21.jan.2006 Ásvellir Frakkland 30-36 tap

HM 2005 (15. sæti)

Enginn

ÓL 2004 (9. sæti)

Enginn

EM 2004 (13. sæti)

Sun. 11.jan.2004 Laugardalshöll Sviss 31-22 sigur

HM 2003 (7. sæti)

Þri. 7.jan.2003 Laugardalshöll Slóvenía 25-32 tap

EM 2002 (4. sæti)

Sun. 13.jan.2002 Laugardalshöll Þýskaland 28-24 sigur

HM 2001 (11. sæti)

Þri. 9.jan.2001 Laugardalshöll Frakkland 26-28 tap

EM 2000 (11. sæti)

Enginn








Fleiri fréttir

Sjá meira


×