Lífið

Fjölbreytt flóra þjóða á Iceland Airwaves í ár

The Amplifetes. Bandarísk hljómsveit sem sendi nýlega frá sér lagið It‘s My Life. Lagið var notað í auglýsingaherferð Robertos Cavalli með Millu Jovovich í aðalhlutverki.
The Amplifetes. Bandarísk hljómsveit sem sendi nýlega frá sér lagið It‘s My Life. Lagið var notað í auglýsingaherferð Robertos Cavalli með Millu Jovovich í aðalhlutverki.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin í tólfta sinn í ár. Eins og fyrri ár fer hátíðin fram á völdum tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur.

Grímur Atlason, nýr stjórnandi hátíðarinnar, hefur tilkynnt um fyrstu hljómsveitirnar sem koma fram í ár.

Sérstök forsala á miðum hefst í dag klukkan 10 á heimasíðu hátíðarinnar, icelandair­waves.is.



Hér má sjá Cavalli-auglýsinguna með tónlist Amplifetes.



Think About Life. Kanadísk hljómsveit sem hefur slegið á gegn á dansgólfum í heimalandi sínu. Landar hljómsveitarinnar í Wolf Parade buðu Think About Life að hita upp fyrir sig á tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku.
Frábært myndband við lagið Havin' My Baby með Think About Life.

Junip. Hljómsveit með engan annan en José Gonzalés í broddi fylkingar. Hún spilar skuggalegt og melódískt rokk, eins og búast má við frá suður-ameríska Svíanum knáa, sem hefur áður komið fram á hátíðinni.
Myndband við lagið Black Refuge, af gamalli plötu Junip.

Slagsmålsklubben. Sænskir töffarar sem hafa gefið út þrjár breiðskífur. Slagsmålsklubben endurgerði lag eftir Björk Guðmundsdóttur á plötunni Army of Me: Remixes and Covers.
Myndband við lagið Sponsored by Destiny eftir Slagsmålsklubben.

Efterklang. Dönsk indísveit sem gaf út fjórðu plötu sína í febrúar. Þeir sem hafa farið á Hróarskeldu hafa örugglega hlustað á hljómsveitina.
Myndband við lagið I Was Playing Drums með Efterklang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.