Ferrari vill að Massa hjálpi Alonso 1. október 2010 12:07 Luca Montezemolo flytur ávarp á bílasýningunni í París sem núna stendur yfir. Mynd: Getty Images Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar. Alonso hefur unnið tvö síðustu mót og er á eftir Mark Webber í stigamótinu. Ferrari fékk sekt fyrir það eftir þýska kappaksturinn að Massa var látinn hleypa Alonso framúr sér, en það virðist ekki aftra Montezemolo í að láta Massa vinna fyrir liðið í komandi mótum. "Ég hef beðið eftir Massa af þrautseigju í síðustu fjórum mótum. Ég vill öflugan Massa, sem tekur stig af keppinautunum. Hann var óheppinni í Singapúr, en hann er í formi til að vinna sigra. Þeir sem keppa fyrir Ferrari, keppa ekki fyrir sjálfan sig, heldur Ferrari. Þeir sem keppa ekki fyrir liðið verða að svara fyrir það", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com, sem aftur vitnar í ítalska blaðið Gazetta dello Sport. "Það var rétt að setja fókusinn á Alonso. Hann er mjög öflugur og fellur vel að liðinu, þó ýmsir hafi spáð öðru. Liðið er mjög einbeitt og við vitum hvernig á að vinna, jafnvel þegar álagið er mikið. Þá hafa Stefano Domenicali og Aldo Costa verið litiðinu ómetanlegir", sagði Montezemolo, en þeir eru yfirmenn hjá liðinu. "Tímabilið hefur verið sérstakt. Við unnum fyrsta mótið og lentum svo í vanda með þróun bílsins, en sigrarnir á Monza og í Síngapúr hafa glætt möguleika okkar. Frá árinu 1997 þá höfum við verið í baráttunni um titilinn, nema árið 2005. Titlarnir hafa unnist í síðasta mótinu eða tapast og Ferrari hefur alltaf verið liðið til að sigra. Við höfum unnið átta meistaratitla á tíu árum og það er mikilvægt að ná árangri í ár líka. Við erum í öðru sæti og munum berjast til þrautar", sagði Montezemolo. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 6 Felipe Massa 128 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar. Alonso hefur unnið tvö síðustu mót og er á eftir Mark Webber í stigamótinu. Ferrari fékk sekt fyrir það eftir þýska kappaksturinn að Massa var látinn hleypa Alonso framúr sér, en það virðist ekki aftra Montezemolo í að láta Massa vinna fyrir liðið í komandi mótum. "Ég hef beðið eftir Massa af þrautseigju í síðustu fjórum mótum. Ég vill öflugan Massa, sem tekur stig af keppinautunum. Hann var óheppinni í Singapúr, en hann er í formi til að vinna sigra. Þeir sem keppa fyrir Ferrari, keppa ekki fyrir sjálfan sig, heldur Ferrari. Þeir sem keppa ekki fyrir liðið verða að svara fyrir það", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com, sem aftur vitnar í ítalska blaðið Gazetta dello Sport. "Það var rétt að setja fókusinn á Alonso. Hann er mjög öflugur og fellur vel að liðinu, þó ýmsir hafi spáð öðru. Liðið er mjög einbeitt og við vitum hvernig á að vinna, jafnvel þegar álagið er mikið. Þá hafa Stefano Domenicali og Aldo Costa verið litiðinu ómetanlegir", sagði Montezemolo, en þeir eru yfirmenn hjá liðinu. "Tímabilið hefur verið sérstakt. Við unnum fyrsta mótið og lentum svo í vanda með þróun bílsins, en sigrarnir á Monza og í Síngapúr hafa glætt möguleika okkar. Frá árinu 1997 þá höfum við verið í baráttunni um titilinn, nema árið 2005. Titlarnir hafa unnist í síðasta mótinu eða tapast og Ferrari hefur alltaf verið liðið til að sigra. Við höfum unnið átta meistaratitla á tíu árum og það er mikilvægt að ná árangri í ár líka. Við erum í öðru sæti og munum berjast til þrautar", sagði Montezemolo. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 6 Felipe Massa 128
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn