Ferrari vill að Massa hjálpi Alonso 1. október 2010 12:07 Luca Montezemolo flytur ávarp á bílasýningunni í París sem núna stendur yfir. Mynd: Getty Images Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar. Alonso hefur unnið tvö síðustu mót og er á eftir Mark Webber í stigamótinu. Ferrari fékk sekt fyrir það eftir þýska kappaksturinn að Massa var látinn hleypa Alonso framúr sér, en það virðist ekki aftra Montezemolo í að láta Massa vinna fyrir liðið í komandi mótum. "Ég hef beðið eftir Massa af þrautseigju í síðustu fjórum mótum. Ég vill öflugan Massa, sem tekur stig af keppinautunum. Hann var óheppinni í Singapúr, en hann er í formi til að vinna sigra. Þeir sem keppa fyrir Ferrari, keppa ekki fyrir sjálfan sig, heldur Ferrari. Þeir sem keppa ekki fyrir liðið verða að svara fyrir það", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com, sem aftur vitnar í ítalska blaðið Gazetta dello Sport. "Það var rétt að setja fókusinn á Alonso. Hann er mjög öflugur og fellur vel að liðinu, þó ýmsir hafi spáð öðru. Liðið er mjög einbeitt og við vitum hvernig á að vinna, jafnvel þegar álagið er mikið. Þá hafa Stefano Domenicali og Aldo Costa verið litiðinu ómetanlegir", sagði Montezemolo, en þeir eru yfirmenn hjá liðinu. "Tímabilið hefur verið sérstakt. Við unnum fyrsta mótið og lentum svo í vanda með þróun bílsins, en sigrarnir á Monza og í Síngapúr hafa glætt möguleika okkar. Frá árinu 1997 þá höfum við verið í baráttunni um titilinn, nema árið 2005. Titlarnir hafa unnist í síðasta mótinu eða tapast og Ferrari hefur alltaf verið liðið til að sigra. Við höfum unnið átta meistaratitla á tíu árum og það er mikilvægt að ná árangri í ár líka. Við erum í öðru sæti og munum berjast til þrautar", sagði Montezemolo. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 6 Felipe Massa 128 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar. Alonso hefur unnið tvö síðustu mót og er á eftir Mark Webber í stigamótinu. Ferrari fékk sekt fyrir það eftir þýska kappaksturinn að Massa var látinn hleypa Alonso framúr sér, en það virðist ekki aftra Montezemolo í að láta Massa vinna fyrir liðið í komandi mótum. "Ég hef beðið eftir Massa af þrautseigju í síðustu fjórum mótum. Ég vill öflugan Massa, sem tekur stig af keppinautunum. Hann var óheppinni í Singapúr, en hann er í formi til að vinna sigra. Þeir sem keppa fyrir Ferrari, keppa ekki fyrir sjálfan sig, heldur Ferrari. Þeir sem keppa ekki fyrir liðið verða að svara fyrir það", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com, sem aftur vitnar í ítalska blaðið Gazetta dello Sport. "Það var rétt að setja fókusinn á Alonso. Hann er mjög öflugur og fellur vel að liðinu, þó ýmsir hafi spáð öðru. Liðið er mjög einbeitt og við vitum hvernig á að vinna, jafnvel þegar álagið er mikið. Þá hafa Stefano Domenicali og Aldo Costa verið litiðinu ómetanlegir", sagði Montezemolo, en þeir eru yfirmenn hjá liðinu. "Tímabilið hefur verið sérstakt. Við unnum fyrsta mótið og lentum svo í vanda með þróun bílsins, en sigrarnir á Monza og í Síngapúr hafa glætt möguleika okkar. Frá árinu 1997 þá höfum við verið í baráttunni um titilinn, nema árið 2005. Titlarnir hafa unnist í síðasta mótinu eða tapast og Ferrari hefur alltaf verið liðið til að sigra. Við höfum unnið átta meistaratitla á tíu árum og það er mikilvægt að ná árangri í ár líka. Við erum í öðru sæti og munum berjast til þrautar", sagði Montezemolo. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 6 Felipe Massa 128
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira