Eru mannréttindi ekki fyrir Íslendinga? 1. október 2010 06:00 Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna vanþóknun sína á mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarphéðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn staðið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mótmælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólöglegum gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfellum fóru svo fram ólöglegar innheimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenningur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núverandi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórnmálamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðarráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að peningar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborgarfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðnings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum milljörðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendiráð, einkabílstjóra og aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármálastofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn réttlátri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenningi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á hausinn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannréttindi þegar kemur að þeim sjálfum sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mannréttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mannréttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vaktinni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóðarinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétturinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviðurværi. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berjast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brotið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna vanþóknun sína á mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarphéðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn staðið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mótmælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólöglegum gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfellum fóru svo fram ólöglegar innheimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenningur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núverandi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórnmálamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðarráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að peningar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborgarfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðnings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum milljörðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendiráð, einkabílstjóra og aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármálastofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn réttlátri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenningi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á hausinn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannréttindi þegar kemur að þeim sjálfum sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mannréttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mannréttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vaktinni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóðarinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétturinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviðurværi. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berjast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brotið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum!
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun