Með skarð í vör eða góm 18. febrúar 2010 06:00 Þórir Schiöth skrifar um tannlækningar. Tvær nýjar reglugerðir (1060 og 1061/2009) tóku gildi um áramótin, sem heimila endurgreiðslur afturvirkt tvö ár aftur í tímann til handa þeim sem hafa lent í miklum útgjöldum vegna tannréttinga. Voru tannlæknar afar sáttir við setningu þeirra enda þótt þeir undruðust hve heilbrigðisyfirvöld ákváðu að gefa fólki skamman frest til að sækja um endurgreiðslur á grundvelli reglugerðanna, eða aðeins einn mánuð. Fresturinn rann út 1. febrúar síðastliðinn. Á sama tíma og þessar tvær reglugerðir voru settar tók þriðja reglugerðin gildi, 1058/2009. Þar kveður við annan tón og við þá reglugerð eru tannlæknar afar ósáttir. Hún kom hún flatt upp á tannlækna enda ekkert samráð við þá haft um gerðina.Samningaviðræðum slitiðSamningaviðræður hafa staðið yfir við tannlækna um lausn á kostnaðarvandamálum barna og unglinga með skarð í vör og góm. Þessi hópur þarf á langtímatannréttingu að halda, en endurgreiðslan frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hefur verið mjög lítil til þessa hóps og sitja foreldrar því uppi með mikinn kostnað. Með setningu reglugerðar 1058 settu heilbrigðisyfirvöld lausn þessara mála í algert uppnám því samningaviðræðum hefur verið slitið. Óásættanleg reglugerðSamkvæmt reglugerðinni eru tannlæknar neyddir til að skrifa undir ákveðinn samning, annars fellur réttur sjúklinga til styrks niður. Einnig fellur réttur sjúklinga niður ef tannrétting er byrjuð áður en sótt er um til Sjúkratrygginga Íslands. Að auki er styrkur felldur niður til þeirra sem ekki hafa sterkar læknisfræðilegar forsendur fyrir tannréttingunni. Tryggingatannlækni er falið að gera mat á þeim læknisfræðilegu forsendum, en hann er ekki sérmenntaður í tannréttingum heldur tannholdsjúkdómum. Við þetta geta tannlæknar ekki sætt sig. Tannlæknar skrifa ekki undir og sjúklingar fá ekki endurgreittÍ reglugerðinni er ekki tekið tillit til þess að tannréttingar auka lífsgæði sjúklinga, einungis er lagt kalt mat á gipsafsteypur tanna. Neyða á tannlækna til að gera fyrirfram föst verðtilboð í þeim tilfellum þar sem um er að ræða skarð í vör eða góm. Það er glórulaust því ekki er fyrirséð í upphafi hvaða meðferð mun þurfa. Til útskýringa myndi enginn læknir gera bindandi kostnaðaráætlun áður en hann færi að meðhöndla sjúklinga með heilkenni eða sjúkdóma sem ekki er fyrirséð hvernig muni þróast. Þessa reglugerð geta tannlæknar ekki sætt sig við og neita því að skrifa undir samning við SÍ. Engir nýir sjúklingar sem eru að byrja meðferð fá því endurgreitt meðan deilan er í hnút, ekki heldur þeir sem eru með skarð í vör og góm. Höfundur er tannlæknir, sérmenntaður í tannréttingum og fyrrverandi formaður Tannlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þórir Schiöth skrifar um tannlækningar. Tvær nýjar reglugerðir (1060 og 1061/2009) tóku gildi um áramótin, sem heimila endurgreiðslur afturvirkt tvö ár aftur í tímann til handa þeim sem hafa lent í miklum útgjöldum vegna tannréttinga. Voru tannlæknar afar sáttir við setningu þeirra enda þótt þeir undruðust hve heilbrigðisyfirvöld ákváðu að gefa fólki skamman frest til að sækja um endurgreiðslur á grundvelli reglugerðanna, eða aðeins einn mánuð. Fresturinn rann út 1. febrúar síðastliðinn. Á sama tíma og þessar tvær reglugerðir voru settar tók þriðja reglugerðin gildi, 1058/2009. Þar kveður við annan tón og við þá reglugerð eru tannlæknar afar ósáttir. Hún kom hún flatt upp á tannlækna enda ekkert samráð við þá haft um gerðina.Samningaviðræðum slitiðSamningaviðræður hafa staðið yfir við tannlækna um lausn á kostnaðarvandamálum barna og unglinga með skarð í vör og góm. Þessi hópur þarf á langtímatannréttingu að halda, en endurgreiðslan frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hefur verið mjög lítil til þessa hóps og sitja foreldrar því uppi með mikinn kostnað. Með setningu reglugerðar 1058 settu heilbrigðisyfirvöld lausn þessara mála í algert uppnám því samningaviðræðum hefur verið slitið. Óásættanleg reglugerðSamkvæmt reglugerðinni eru tannlæknar neyddir til að skrifa undir ákveðinn samning, annars fellur réttur sjúklinga til styrks niður. Einnig fellur réttur sjúklinga niður ef tannrétting er byrjuð áður en sótt er um til Sjúkratrygginga Íslands. Að auki er styrkur felldur niður til þeirra sem ekki hafa sterkar læknisfræðilegar forsendur fyrir tannréttingunni. Tryggingatannlækni er falið að gera mat á þeim læknisfræðilegu forsendum, en hann er ekki sérmenntaður í tannréttingum heldur tannholdsjúkdómum. Við þetta geta tannlæknar ekki sætt sig. Tannlæknar skrifa ekki undir og sjúklingar fá ekki endurgreittÍ reglugerðinni er ekki tekið tillit til þess að tannréttingar auka lífsgæði sjúklinga, einungis er lagt kalt mat á gipsafsteypur tanna. Neyða á tannlækna til að gera fyrirfram föst verðtilboð í þeim tilfellum þar sem um er að ræða skarð í vör eða góm. Það er glórulaust því ekki er fyrirséð í upphafi hvaða meðferð mun þurfa. Til útskýringa myndi enginn læknir gera bindandi kostnaðaráætlun áður en hann færi að meðhöndla sjúklinga með heilkenni eða sjúkdóma sem ekki er fyrirséð hvernig muni þróast. Þessa reglugerð geta tannlæknar ekki sætt sig við og neita því að skrifa undir samning við SÍ. Engir nýir sjúklingar sem eru að byrja meðferð fá því endurgreitt meðan deilan er í hnút, ekki heldur þeir sem eru með skarð í vör og góm. Höfundur er tannlæknir, sérmenntaður í tannréttingum og fyrrverandi formaður Tannlæknafélags Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun