Onward Fishing Company, dótturfélag Samherja í Bretlandi, hefur fest kaup á rækjutogaranum Fríðborg frá Færeyjum. Skipið er ísstyrkt og sérútbúið til rækjuveiða.
Haraldur Grétarsson, framkvæmdastjóri Onward Fishing Company, segir á heimasíðu fyrirtækisins mjög ánægjulegt að taka við nýju skipi. Áætlað er að Onward taki við skipinu í lok mars og að það verði gert út á rækju- og bolfiskveiðar. - shá