Bubbi fær listamannalaun 27. febrúar 2010 08:30 Bubbi fær listamannalaun í fyrsta skipti. „Nú, fékk ég listamannalaun? Þetta er ég glaður að heyra!“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Í gær var tilkynnt hverjir hljóta starfslaun listamanna þetta árið og Bubbi er einn þeirra. Hann fékk úthlutað launum í sex mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Bubbi kemst að en hann hefur áður sótt um og ekki fengið. Um þessar mundir kemur Bubbi frítt fram í skólum landsins. Hann segir að listamannalaunin komi sér vel í tengslum við það – auk þess sem sem hann stefnir á stórt verkefni með vorinu. „Ég er að spekúlera í að fara hringinn, að spila í helstu þorpum landsins. Þetta er í tilefni af þrjátíu ára starfsafmæli mínu og mig langaði að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt fyrir þrjátíu árum. Draumurinn, en það er ekkert frágengið og við skulum hafa allan vara á, er að það verði ekki dýrara en þúsund krónur inn á tónleikana og helst ókeypis. Ég er því voða glaður að fá þetta,“ segir Bubbi. Mikil aukning varð í umsóknum um listamannalaun þetta árið. 712 umsóknir bárust í samanburði við 560 árið áður. Hver mánaðarlaun listamanna nema 266.737 krónum en alls var 1.325 mánaðarlaunum úthlutað að þessu sinni. Með því sem eftirstandandi er frá fyrra ári fá íslenskir listamenn alls 1.600 mánaðarlaun þetta árið, eða tæpar 427 milljónir króna. Af öðrum athyglisverðum nöfnum á listanum þetta árið má nefna hjónin Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og Ragnar Kjartansson sem bæði fá sex mánuði úr myndlistarsjóðnum. Hið sama fær Einar Falur Ingólfsson, blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu. Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson fá báðir sex mánuði úr sjóði tónskálda og félagi þeirra Ásgeir Óskarsson fær þrjá mánuði. Hjá rithöfundum vekur athygli að bókmenntaverðlaunahafinn Guðmundur Óskarsson fær þrjá mánuði, Stefán Máni og Hugleikur Dagsson fá sex mánuði og þau Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Sjón fá tvö ár. Sjón hefur þegið full listamannalaun óslitið frá 2004.- hdm Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
„Nú, fékk ég listamannalaun? Þetta er ég glaður að heyra!“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Í gær var tilkynnt hverjir hljóta starfslaun listamanna þetta árið og Bubbi er einn þeirra. Hann fékk úthlutað launum í sex mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Bubbi kemst að en hann hefur áður sótt um og ekki fengið. Um þessar mundir kemur Bubbi frítt fram í skólum landsins. Hann segir að listamannalaunin komi sér vel í tengslum við það – auk þess sem sem hann stefnir á stórt verkefni með vorinu. „Ég er að spekúlera í að fara hringinn, að spila í helstu þorpum landsins. Þetta er í tilefni af þrjátíu ára starfsafmæli mínu og mig langaði að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt fyrir þrjátíu árum. Draumurinn, en það er ekkert frágengið og við skulum hafa allan vara á, er að það verði ekki dýrara en þúsund krónur inn á tónleikana og helst ókeypis. Ég er því voða glaður að fá þetta,“ segir Bubbi. Mikil aukning varð í umsóknum um listamannalaun þetta árið. 712 umsóknir bárust í samanburði við 560 árið áður. Hver mánaðarlaun listamanna nema 266.737 krónum en alls var 1.325 mánaðarlaunum úthlutað að þessu sinni. Með því sem eftirstandandi er frá fyrra ári fá íslenskir listamenn alls 1.600 mánaðarlaun þetta árið, eða tæpar 427 milljónir króna. Af öðrum athyglisverðum nöfnum á listanum þetta árið má nefna hjónin Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og Ragnar Kjartansson sem bæði fá sex mánuði úr myndlistarsjóðnum. Hið sama fær Einar Falur Ingólfsson, blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu. Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson fá báðir sex mánuði úr sjóði tónskálda og félagi þeirra Ásgeir Óskarsson fær þrjá mánuði. Hjá rithöfundum vekur athygli að bókmenntaverðlaunahafinn Guðmundur Óskarsson fær þrjá mánuði, Stefán Máni og Hugleikur Dagsson fá sex mánuði og þau Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Sjón fá tvö ár. Sjón hefur þegið full listamannalaun óslitið frá 2004.- hdm
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira