Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu.
Upptök jarðskjálftans voru rúmlega 90 kílómetra norðaustur af borginni Concepcion og tæplega 320 kílómetra suðvestur af borginni Santiago. Að minnsta kosti 47 eru látnir og fjölmargir slasaðir. Fjölmargir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Sá stærsti 6,9 á Richter varð skömmu fyrir klukkan ellefu.
Michelle Bachelet, forseti Chile, hefur lýst yfir neyðarástandi. Hún biður íbúa landsins um halda ró sinni. Strax eftir stóra skjálftann voru gefnar út viðvaranir vegna vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu í Chile, Perú og Ekvador.
