Lífið

Jenna segir Tito hafa óvart meitt sig

Jenna Jameson segir sambýlismann sinn ekki hafa ætlað að meiða hana.
Jenna Jameson segir sambýlismann sinn ekki hafa ætlað að meiða hana.

Fyrrum klámmyndaleikkonan Jenna Jameson lenti í útistöðum við sambýlismann sinn, glímukappann Tito Ortiz, fyrir stuttu og var í kjölfarið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Jameson segir Ortiz ekki hafa gengið í skrokk á sér heldur hafi þetta verið óhapp.

„Við höfðum rifist kvöldið áður og um morguninn vakti Tito mig og sagðist hafa fundið lyf sem hann hélt ég væri að ofnota. Við fórum aftur að rífast og ég elti hann inn á baðherbergi. Hann er stór maður og vegur næstum hundrað kíló þannig að þegar hann ætlaði að ýta mér frá flaug ég á gólfið og lenti með öxlina á baðkarið," úskýrir Jameson.

Hún segist þó ekki vera búin að ákveða hvort hún taki við sambýlis­manni sínum aftur þar sem hún hafi áður verið í ofbeldisfullum samböndum og lítur því atvikið mjög alvarlegum augum.



Jenna og Tito á frumsýningu árið 2008.
Frumsýning árið 2007.
Í partý í Vín árið 2007.
Kálfatattú Jennu.
Axlartattúin.
Á Golden Globe-hátíðinni árið 2006.
Á frumsýningu árið 2008.
Jenna hefur farið í fjölda lýtaaðgerða í gegnum tíðina, frægt er þegar hún lét minnka sílíkonbrjóstin þegar hún hætti í klámbransanum upp úr aldamótum.
Hér er Jenna í markaðsherferð á vegum PETA-samtakanna fyrir gervileður, pleather.
Jenna ennþá í klámbransanum árið 1998. Hér á Hot D'or, aðalverðlaunahátíð bransans í Cannes.
Með Tito árið 2008.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.