Aðildarumsókn að ESB vinnur gegn hagsmunum Íslands í Icesavedeilunni. Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 19. mars 2010 13:38 Einhverjum kann að finnast þessi fyllyrðing, sem fram kemur í fyrirsögn greinarinnar, vera full brött og ætla ég því í eftirfarandi línum, að sýna fram á réttmæti hennar. Eftir að forsetinn synjaði lögum nr.1/2010 staðfestingar, þá gáfu Bretar og Hollendingar út, að þeir væu ekki til viðræðna um lausn Icesavedeilunnar, nema það yrði skapað þverpólitískt samstarf hér um áframhald samningaviðræðnanna. Það markaði í raun það samráð stjórnar og stjórnarandstöðu, sem stofnað var til nokkrum vikum eftir að forsetinn synjaði lögunum staðfestingar. Til þess að tryggja sér þetta samráð og í raun áframhaldandi samningaviðræður vegna Icesave og koma þar með í veg fyrir hatrama kosningabaráttu, sem að stjórnvöld hefðu vafalaust tapað og ríkisstjórnin fallið, fyrir þeim lögum sem forsetinn synjaði staðfestingar, þá féllust leiðtogar stjórnarflokkana á samningsmarkmið, sem í raun vinnur gegn ásetningi þeirra um áframhald á umsóknarferlinu í ESB og inngöngu í framhaldinu. Samningsviðmiðið gekk fyrst og fremst út á það að Íslendingar, Bretar og Hollendingar, axli sameiginlega ábyrgð á tjóni innistæðueigenda Icesavereikningana og á göllum í regluverki ESB, eftir að eignir þrotabúi Landsbankans hefðu gengið upp í þá upphæð sem um væri að ræða. Slíkur samningur myndi svo ekki yrði um villst , vera viðurkenning Hollendinga og Breta á því að regluverk ESB hefði brugðist og auk þess að klár ábyrgð ESB í málinu hefði komið skýrt fram, þá hefði slík opinberun skaðað ímynd ESB, meira en orðið er og skapað fordæmi fyrir aðra til þess að sækja rétt sinn á þeim grunni að regluverk ESB hefði brugðist . Stjórnvöld vissu í raun sem var, að viðsemjendur okkar myndu ekki fallast á þessar kröfur okkar Íslendinga og voru því fljót, þegar gersamlega óásættanlegt gagntilboð barst, sem var í raun sami samningur og þjóðaratkvæðagreiðslan snerist um, að því breyttu að vaxtaprósentan var lægri ásamt því að tilboðið hvað á um vaxtalaust tímabil að byrja að tala þjóðaratkvæðagreiðsluna niður, með markmið um hún væri marklaus skrípaleikur og í raun væri þjóðaratkvæðagreiðslan óþörf. Þau ummæli formanna stjórnarflokkana voru í raun þeim til ævarandi skammar og sýndu lýðræðislegu stjórnskipulagi niðrandi lítilsvirðingu, ummælin gætu í besta falli lýst vaneþkkingu formannana, en það verður samt að teljast ólíkleg skýring, þar sem áðurnefdir formenn hafa 60 ára þigreynslu samtals. Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist aldrei um þetta "betra tilboð" (sem var í rauninni ekki svo mikið betra, þegar tillit er tekið til þess að ábyrgð og sök var ennþá öll Íslendinga.) heldur um lög nr.1/2010, sem þjóðin felldi með yfir 90% greiddra atkvæða. Það styður líka þessa fullyrðingu sem í fyrirsögninni er að enn er í raun óvissa hvenær frekari viðræður fara fram, því að þetta samráð stjórnar og stjórnarandstöðu, er í raun og veru í sjálfheldu, þar sem stjórnvöld vilja ganga hratt og örugglega til viðræðna, um "betra tilboðið", sem felur í sér alla ábyrgð Íslendinga á gölluðu regluverki ESB, með vaxtaafslætti. Stjórnarandstaðan vill hins vegar taka upp viðræður á grundvelli þeirra samningsmarkmiða, sem mynduð var sátt um milli stjórnar og stjórnarandstöðu (reyndar með hálfum hug stórnvalda, en af neyð til að fá frekari viðræður). Það má líka spyrja sig að því, afhverju Bretarog Hollendingar lögðu ekki í dómstólaleiðina, strax eftir synjun forsetans, þar sem að meira að segja það var ljóst fyrir synjunina að það ríkti ekki sátt um samninginn sem kosið var um, hjá þjóðinni og lausn deilunnar því ekki í sjónmáli yrði kosið um samninginn? Svarið gæti jafnvel hjómað eitthvað á þann veg að; þó að Bretar og Hollendingar, teldu sig eiga sigurinn vísan fyrir dómstólum, þá myndi dómstólaleiðin opna á þá hluti í fjármálakerfi landana beggja sem að þau vilja ekki að komi fram í dagsljósið, grundvöllur hryðjuverkalaga Breta yrði rifinn niður með dómi auk þess sem að skattaparadísir Breta á Ermasundseyjunum og í Karabíska hafinu yrðu opnaðar upp á gátt. Auk þess yrði gallað regluverk ESB opinberað með dómsúrskurði, sem myndi hafa í för með séð ótal málsóknir á ESB og og ESB ríki á grundvelli þessara galla í regluverkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Einhverjum kann að finnast þessi fyllyrðing, sem fram kemur í fyrirsögn greinarinnar, vera full brött og ætla ég því í eftirfarandi línum, að sýna fram á réttmæti hennar. Eftir að forsetinn synjaði lögum nr.1/2010 staðfestingar, þá gáfu Bretar og Hollendingar út, að þeir væu ekki til viðræðna um lausn Icesavedeilunnar, nema það yrði skapað þverpólitískt samstarf hér um áframhald samningaviðræðnanna. Það markaði í raun það samráð stjórnar og stjórnarandstöðu, sem stofnað var til nokkrum vikum eftir að forsetinn synjaði lögunum staðfestingar. Til þess að tryggja sér þetta samráð og í raun áframhaldandi samningaviðræður vegna Icesave og koma þar með í veg fyrir hatrama kosningabaráttu, sem að stjórnvöld hefðu vafalaust tapað og ríkisstjórnin fallið, fyrir þeim lögum sem forsetinn synjaði staðfestingar, þá féllust leiðtogar stjórnarflokkana á samningsmarkmið, sem í raun vinnur gegn ásetningi þeirra um áframhald á umsóknarferlinu í ESB og inngöngu í framhaldinu. Samningsviðmiðið gekk fyrst og fremst út á það að Íslendingar, Bretar og Hollendingar, axli sameiginlega ábyrgð á tjóni innistæðueigenda Icesavereikningana og á göllum í regluverki ESB, eftir að eignir þrotabúi Landsbankans hefðu gengið upp í þá upphæð sem um væri að ræða. Slíkur samningur myndi svo ekki yrði um villst , vera viðurkenning Hollendinga og Breta á því að regluverk ESB hefði brugðist og auk þess að klár ábyrgð ESB í málinu hefði komið skýrt fram, þá hefði slík opinberun skaðað ímynd ESB, meira en orðið er og skapað fordæmi fyrir aðra til þess að sækja rétt sinn á þeim grunni að regluverk ESB hefði brugðist . Stjórnvöld vissu í raun sem var, að viðsemjendur okkar myndu ekki fallast á þessar kröfur okkar Íslendinga og voru því fljót, þegar gersamlega óásættanlegt gagntilboð barst, sem var í raun sami samningur og þjóðaratkvæðagreiðslan snerist um, að því breyttu að vaxtaprósentan var lægri ásamt því að tilboðið hvað á um vaxtalaust tímabil að byrja að tala þjóðaratkvæðagreiðsluna niður, með markmið um hún væri marklaus skrípaleikur og í raun væri þjóðaratkvæðagreiðslan óþörf. Þau ummæli formanna stjórnarflokkana voru í raun þeim til ævarandi skammar og sýndu lýðræðislegu stjórnskipulagi niðrandi lítilsvirðingu, ummælin gætu í besta falli lýst vaneþkkingu formannana, en það verður samt að teljast ólíkleg skýring, þar sem áðurnefdir formenn hafa 60 ára þigreynslu samtals. Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist aldrei um þetta "betra tilboð" (sem var í rauninni ekki svo mikið betra, þegar tillit er tekið til þess að ábyrgð og sök var ennþá öll Íslendinga.) heldur um lög nr.1/2010, sem þjóðin felldi með yfir 90% greiddra atkvæða. Það styður líka þessa fullyrðingu sem í fyrirsögninni er að enn er í raun óvissa hvenær frekari viðræður fara fram, því að þetta samráð stjórnar og stjórnarandstöðu, er í raun og veru í sjálfheldu, þar sem stjórnvöld vilja ganga hratt og örugglega til viðræðna, um "betra tilboðið", sem felur í sér alla ábyrgð Íslendinga á gölluðu regluverki ESB, með vaxtaafslætti. Stjórnarandstaðan vill hins vegar taka upp viðræður á grundvelli þeirra samningsmarkmiða, sem mynduð var sátt um milli stjórnar og stjórnarandstöðu (reyndar með hálfum hug stórnvalda, en af neyð til að fá frekari viðræður). Það má líka spyrja sig að því, afhverju Bretarog Hollendingar lögðu ekki í dómstólaleiðina, strax eftir synjun forsetans, þar sem að meira að segja það var ljóst fyrir synjunina að það ríkti ekki sátt um samninginn sem kosið var um, hjá þjóðinni og lausn deilunnar því ekki í sjónmáli yrði kosið um samninginn? Svarið gæti jafnvel hjómað eitthvað á þann veg að; þó að Bretar og Hollendingar, teldu sig eiga sigurinn vísan fyrir dómstólum, þá myndi dómstólaleiðin opna á þá hluti í fjármálakerfi landana beggja sem að þau vilja ekki að komi fram í dagsljósið, grundvöllur hryðjuverkalaga Breta yrði rifinn niður með dómi auk þess sem að skattaparadísir Breta á Ermasundseyjunum og í Karabíska hafinu yrðu opnaðar upp á gátt. Auk þess yrði gallað regluverk ESB opinberað með dómsúrskurði, sem myndi hafa í för með séð ótal málsóknir á ESB og og ESB ríki á grundvelli þessara galla í regluverkinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun