Lífið

Tónleikaferð Idol-krakkanna stytt

Tónleikaferð Idol-krakkanna um Bandaríkin hefur verið stytt um tvær vikur.
Tónleikaferð Idol-krakkanna um Bandaríkin hefur verið stytt um tvær vikur.
Tónleikaferð krakkanna í American Idol-þáttunum hefur verið stytt um tvær vikur, aðeins einum degi eftir að hún hófst í Bandaríkjunum. Ástæðan er minni áhugi en búist var við. Hætt hefur verið við átta tónleika með sigurvegaranum Lee Dewyze og félögum og lýkur tónleikaferðinni 31. ágúst í stað 16. september.

Tíðindin eru í samræmi við dvínandi áhorf á Idol-þættina í Bandaríkjunum, sem hafa engu að síður verið þeir vinsælustu undanfarin ár. Áhorf á úrslitaþáttinn í vor var það minnsta frá árinu 2002. Alls 24,2 milljónir fylgdust með þættinum, sem var 9% minna en árið á undan. Fyrsta smáskífulag sigurvegarans Dewyze náði sömuleiðis aðeins 24. sæti á bandaríska vinsældalistanum, sína fyrstu viku á lista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.