Lífið

Förðunarráð frá fjölskyldumeðlimum

Bobbi Brown. MYND/Cover Media
Bobbi Brown. MYND/Cover Media

Förðunarframleiðandinn og förðunarmeistarinn Bobbi Brown, 53 ára, vill meina að konur eigi að biðja nánustu fjölskyldumeðlimi um förðunarráð.

Bobbi hvetur konur eindregið til að spyrja systkini eða foreldra hvort förðunin sé í lagi.

„Ef þú ert ekki viss skaltu ekki hika við að spyrja litla bróður þinn eða einhvern í fjölskyldunni sem þorir að segja þér sannleikann," sagði Bobbi.

Hún segir að þrátt fyrir þá staðreynd að hún persónulega elskar skæra varaliti þá passa þeir ekki endilega vel við allar varir. Þess vegna er mikilvægt að konur treysti á innsæið.

„Þegar þú setur á þig varalit áttu samstundis að finna fyrir góðri tilfinningu fyrir honum ef þér líkar hann. Ef þú segir strax: Vá ég elska þennan lit þá ertu með rétta varalitinn. Einmitt þann sem þú átt að nota," sagði Bobbi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.