Tekur sér hlé frá rokkinu vegna gigtarvandamála 10. mars 2010 06:45 Trommarinn knái hefur minnkað við sig í vinnu vegna gigtarvandamála sem hafa hrjáð hann í áratug.fréttablaðið/anton „Maður er búinn að reyna að spara sig svolítið,“ segir Arnar Geir Ómarsson, einn færasti trommari landsins sem hefur lamið húðir með hljómsveitum á borð við Ham, Egó og Apparati Organ Quartet við góðan orðstír. Hann hefur þurft að minnka við sig í trommuleik að undanförnu vegna psoriasis-gigtar. „Ég er í stúdíóinu núna að taka upp Apparat-plötu en maður verður að velja svolítið og hafna,“ segir Arnar Geir, sem hefur glímt við gigtina síðastliðin tíu ár. En það er fyrst núna sem hann hefur ákveðið að gera eitthvað í sínum málum. „Þetta hefur verið að há mér svolítið og ég hef minnkað harðari músík. Gamlar þungarokkssveitir reyna meira á heldur en nýrri,“ segir hann og staðfestir að hann hafi farið í meðferð við kvilla sínum og sé á batavegi. Arnar þarf ekki að hafa áhyggjur af trommuleik með Egó um þessar mundir því sú sveit er komin í pásu en Ham er aftur á móti að undirbúa nýja plötu og þar verður væntanlega rokkað feitt, sem eru ekki góð tíðindi fyrir hann akkúrat í dag. „Ég er aðeins að reyna að salta það sökum líkamlegra kvilla,“ segir hann en stefnir á að tromma inn á plötuna með vorinu þegar hann hefur náð góðum bata. Þangað til ætla aðrir sveitarmeðlimir að æfa sig eins vel og kostur gefst. Arnar viðurkennir að eiga erfitt með að halda aftur af sér enda hefur trommuleikurinn átt hug hans allan undanfarin ár. „Þetta fer ekki alveg saman því þetta er svo skemmtilegt en þegar þetta veldur svona miklum sársauka þá getur þetta verið erfitt.“ Hann varð fyrst frægur fyrir höggþungan trommuleik sinn með rokksveitinni Ham með þá Sigurjón Kjartansson og Óttarr Proppé í fararbroddi. Því næst spilaði hann með Apparati á fyrstu og einu plötu þeirrar sveitar til þessa, sem er í miklum metum hjá fjölda tónlistaráhugamanna. Á síðasta ári trommaði Arnar síðan með Egó á endurkomuplötu sveitarinnar. Aðrar sveitir sem hann hefur spilað með eru Stríð og friður, Rass og Funkstrasse. Meðfram trommuleiknum hefur Arnar starfað sem grafískur hönnuður og þarf hann því ekki að hafa áhyggjur af tekjuskorti þrátt fyrir að rokkkjuðarnir hafi verið settir á hilluna í bili. freyr@frettabladid.is Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Maður er búinn að reyna að spara sig svolítið,“ segir Arnar Geir Ómarsson, einn færasti trommari landsins sem hefur lamið húðir með hljómsveitum á borð við Ham, Egó og Apparati Organ Quartet við góðan orðstír. Hann hefur þurft að minnka við sig í trommuleik að undanförnu vegna psoriasis-gigtar. „Ég er í stúdíóinu núna að taka upp Apparat-plötu en maður verður að velja svolítið og hafna,“ segir Arnar Geir, sem hefur glímt við gigtina síðastliðin tíu ár. En það er fyrst núna sem hann hefur ákveðið að gera eitthvað í sínum málum. „Þetta hefur verið að há mér svolítið og ég hef minnkað harðari músík. Gamlar þungarokkssveitir reyna meira á heldur en nýrri,“ segir hann og staðfestir að hann hafi farið í meðferð við kvilla sínum og sé á batavegi. Arnar þarf ekki að hafa áhyggjur af trommuleik með Egó um þessar mundir því sú sveit er komin í pásu en Ham er aftur á móti að undirbúa nýja plötu og þar verður væntanlega rokkað feitt, sem eru ekki góð tíðindi fyrir hann akkúrat í dag. „Ég er aðeins að reyna að salta það sökum líkamlegra kvilla,“ segir hann en stefnir á að tromma inn á plötuna með vorinu þegar hann hefur náð góðum bata. Þangað til ætla aðrir sveitarmeðlimir að æfa sig eins vel og kostur gefst. Arnar viðurkennir að eiga erfitt með að halda aftur af sér enda hefur trommuleikurinn átt hug hans allan undanfarin ár. „Þetta fer ekki alveg saman því þetta er svo skemmtilegt en þegar þetta veldur svona miklum sársauka þá getur þetta verið erfitt.“ Hann varð fyrst frægur fyrir höggþungan trommuleik sinn með rokksveitinni Ham með þá Sigurjón Kjartansson og Óttarr Proppé í fararbroddi. Því næst spilaði hann með Apparati á fyrstu og einu plötu þeirrar sveitar til þessa, sem er í miklum metum hjá fjölda tónlistaráhugamanna. Á síðasta ári trommaði Arnar síðan með Egó á endurkomuplötu sveitarinnar. Aðrar sveitir sem hann hefur spilað með eru Stríð og friður, Rass og Funkstrasse. Meðfram trommuleiknum hefur Arnar starfað sem grafískur hönnuður og þarf hann því ekki að hafa áhyggjur af tekjuskorti þrátt fyrir að rokkkjuðarnir hafi verið settir á hilluna í bili. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira