Tekur sér hlé frá rokkinu vegna gigtarvandamála 10. mars 2010 06:45 Trommarinn knái hefur minnkað við sig í vinnu vegna gigtarvandamála sem hafa hrjáð hann í áratug.fréttablaðið/anton „Maður er búinn að reyna að spara sig svolítið,“ segir Arnar Geir Ómarsson, einn færasti trommari landsins sem hefur lamið húðir með hljómsveitum á borð við Ham, Egó og Apparati Organ Quartet við góðan orðstír. Hann hefur þurft að minnka við sig í trommuleik að undanförnu vegna psoriasis-gigtar. „Ég er í stúdíóinu núna að taka upp Apparat-plötu en maður verður að velja svolítið og hafna,“ segir Arnar Geir, sem hefur glímt við gigtina síðastliðin tíu ár. En það er fyrst núna sem hann hefur ákveðið að gera eitthvað í sínum málum. „Þetta hefur verið að há mér svolítið og ég hef minnkað harðari músík. Gamlar þungarokkssveitir reyna meira á heldur en nýrri,“ segir hann og staðfestir að hann hafi farið í meðferð við kvilla sínum og sé á batavegi. Arnar þarf ekki að hafa áhyggjur af trommuleik með Egó um þessar mundir því sú sveit er komin í pásu en Ham er aftur á móti að undirbúa nýja plötu og þar verður væntanlega rokkað feitt, sem eru ekki góð tíðindi fyrir hann akkúrat í dag. „Ég er aðeins að reyna að salta það sökum líkamlegra kvilla,“ segir hann en stefnir á að tromma inn á plötuna með vorinu þegar hann hefur náð góðum bata. Þangað til ætla aðrir sveitarmeðlimir að æfa sig eins vel og kostur gefst. Arnar viðurkennir að eiga erfitt með að halda aftur af sér enda hefur trommuleikurinn átt hug hans allan undanfarin ár. „Þetta fer ekki alveg saman því þetta er svo skemmtilegt en þegar þetta veldur svona miklum sársauka þá getur þetta verið erfitt.“ Hann varð fyrst frægur fyrir höggþungan trommuleik sinn með rokksveitinni Ham með þá Sigurjón Kjartansson og Óttarr Proppé í fararbroddi. Því næst spilaði hann með Apparati á fyrstu og einu plötu þeirrar sveitar til þessa, sem er í miklum metum hjá fjölda tónlistaráhugamanna. Á síðasta ári trommaði Arnar síðan með Egó á endurkomuplötu sveitarinnar. Aðrar sveitir sem hann hefur spilað með eru Stríð og friður, Rass og Funkstrasse. Meðfram trommuleiknum hefur Arnar starfað sem grafískur hönnuður og þarf hann því ekki að hafa áhyggjur af tekjuskorti þrátt fyrir að rokkkjuðarnir hafi verið settir á hilluna í bili. freyr@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
„Maður er búinn að reyna að spara sig svolítið,“ segir Arnar Geir Ómarsson, einn færasti trommari landsins sem hefur lamið húðir með hljómsveitum á borð við Ham, Egó og Apparati Organ Quartet við góðan orðstír. Hann hefur þurft að minnka við sig í trommuleik að undanförnu vegna psoriasis-gigtar. „Ég er í stúdíóinu núna að taka upp Apparat-plötu en maður verður að velja svolítið og hafna,“ segir Arnar Geir, sem hefur glímt við gigtina síðastliðin tíu ár. En það er fyrst núna sem hann hefur ákveðið að gera eitthvað í sínum málum. „Þetta hefur verið að há mér svolítið og ég hef minnkað harðari músík. Gamlar þungarokkssveitir reyna meira á heldur en nýrri,“ segir hann og staðfestir að hann hafi farið í meðferð við kvilla sínum og sé á batavegi. Arnar þarf ekki að hafa áhyggjur af trommuleik með Egó um þessar mundir því sú sveit er komin í pásu en Ham er aftur á móti að undirbúa nýja plötu og þar verður væntanlega rokkað feitt, sem eru ekki góð tíðindi fyrir hann akkúrat í dag. „Ég er aðeins að reyna að salta það sökum líkamlegra kvilla,“ segir hann en stefnir á að tromma inn á plötuna með vorinu þegar hann hefur náð góðum bata. Þangað til ætla aðrir sveitarmeðlimir að æfa sig eins vel og kostur gefst. Arnar viðurkennir að eiga erfitt með að halda aftur af sér enda hefur trommuleikurinn átt hug hans allan undanfarin ár. „Þetta fer ekki alveg saman því þetta er svo skemmtilegt en þegar þetta veldur svona miklum sársauka þá getur þetta verið erfitt.“ Hann varð fyrst frægur fyrir höggþungan trommuleik sinn með rokksveitinni Ham með þá Sigurjón Kjartansson og Óttarr Proppé í fararbroddi. Því næst spilaði hann með Apparati á fyrstu og einu plötu þeirrar sveitar til þessa, sem er í miklum metum hjá fjölda tónlistaráhugamanna. Á síðasta ári trommaði Arnar síðan með Egó á endurkomuplötu sveitarinnar. Aðrar sveitir sem hann hefur spilað með eru Stríð og friður, Rass og Funkstrasse. Meðfram trommuleiknum hefur Arnar starfað sem grafískur hönnuður og þarf hann því ekki að hafa áhyggjur af tekjuskorti þrátt fyrir að rokkkjuðarnir hafi verið settir á hilluna í bili. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira