Gallað Stjórnlagaþing, kjósum samt Sveinn Valfells skrifar 23. nóvember 2010 13:15 Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leyfar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingallað. Boðað til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, og einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Alþingi á heldur ekki að fjalla um niðurstöðuna. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. En ég fór samt í sendiráðið og kaus. Það er margt gott fólk í framboði sem staðið hefur utan við gamla, spillta kerfið. Meðal þeirra sem voru í efstu sætum á kjörseðlinum mínum voru Ágúst Valfells föðurbróðir minn, fyrrverandi forstöðumaður Almannavarna og prófessor í Bandaríkjunum; Magnús Thoroddsen, hrl og fyrrverandi forseti Hæstaréttar, sem sótt hefur mál fyrir sjómenn sem vilja jafnræði í úthlutun kvóta; Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur hjá efnahagsbrotadeild lögreglu; Íris Erlingsdóttir blaðakona; Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði; og Salvör Nordal, einn höfunda kafla Rannsókarskýrslu Alþingis um siðferði bankahrunsins. Það var auðvelt að fylla fljótlega næstum allan kjörseðilinn af mjög frambærilegu fólki, konum og körlum héðan og þaðan úr þjóðfélaginu, bæði þjóðkunn nöfn og óþekkt. Allt það fólk sem ég kaus hefur starfað meira og minna utan kerfis undanfarin ár, gagnrýnt kerfið og reynt að laga það í stað þess að starfa inn í kerfinu og notfæra sér það. Vonandi verður þetta Stjórnlagaþing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leyfar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingallað. Boðað til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, og einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Alþingi á heldur ekki að fjalla um niðurstöðuna. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. En ég fór samt í sendiráðið og kaus. Það er margt gott fólk í framboði sem staðið hefur utan við gamla, spillta kerfið. Meðal þeirra sem voru í efstu sætum á kjörseðlinum mínum voru Ágúst Valfells föðurbróðir minn, fyrrverandi forstöðumaður Almannavarna og prófessor í Bandaríkjunum; Magnús Thoroddsen, hrl og fyrrverandi forseti Hæstaréttar, sem sótt hefur mál fyrir sjómenn sem vilja jafnræði í úthlutun kvóta; Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur hjá efnahagsbrotadeild lögreglu; Íris Erlingsdóttir blaðakona; Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði; og Salvör Nordal, einn höfunda kafla Rannsókarskýrslu Alþingis um siðferði bankahrunsins. Það var auðvelt að fylla fljótlega næstum allan kjörseðilinn af mjög frambærilegu fólki, konum og körlum héðan og þaðan úr þjóðfélaginu, bæði þjóðkunn nöfn og óþekkt. Allt það fólk sem ég kaus hefur starfað meira og minna utan kerfis undanfarin ár, gagnrýnt kerfið og reynt að laga það í stað þess að starfa inn í kerfinu og notfæra sér það. Vonandi verður þetta Stjórnlagaþing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar