Lýðræðisleg þátttaka almennings Ágúst Hjörtur Ingþórsson skrifar 23. nóvember 2010 14:19 Stjórnlagaþingi er ætlað samkvæmt lögum um það að fjalla um átta tilgreind atriði og er lýðræðisleg þátttaka almennings eitt þeirra atriði. Í þessum pistli er fjallað um þrjú atriði sem mér finnst mikilvæg varðandi þátttöku almennings í ákvörðunum og með hvaða hætti má draga úr áhrifum þess sem stundum er kallað stjórnmálastéttin. Í fyrsta lagi þarf að setja skýrar reglur í stjórnarskrá um þjóðaratkvæðagreiðslur sem tiltekinn lágmarkasfjöldi íbúa eða þingmanna getur krafist. Jafnframt kann að vera heppilegt að tilgreina ákveðin mál sem þarf að bera undir þjóðina, svo sem umfangsmikla alþjóðlega samninga sem fela í sér framsal á löggjafar- eða framkvæmdavalds eða breytingar á grunnstofnunum samfélagsins. Ræða þarf á stjórnlagaþingi hvort setja eigi í stjórnarskrá ákvæði sem opna fyrir nýtískulegar og rafrænar kosningar - sér í lagi í þjóðaratkvæðagreiðslum, eða hvort slíkt eigi frekar heima í kosningalögum. Samhliða því að opna fyrir að almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, þarf að tryggja að þær endurspegli þjóðarvilja með því að tilgreina lágmarksþátttöku þannig að háværir eða valdamiklir minnihlutahópar geti síður misnotað þær. Hér þarf stjórnlagaþing að horfa til þeirra fyrirmynda sem best hafa reynst annarsstaðar. Í öðru lagi þarf að tryggja aukin áhrif almennings með breyttu kosningafyrirkomulagi þannig að vilji þeirra endurspeglist betur í niðurstöðum kosninga. Mikilvægur þáttur í því væri að innleiða persónukjör þvert á lista stjórnmálaflokka í ríkara mæli. Slík ákvæði eiga þó fremur heima í kosningalögum á hverjum tíma. Persónukjör á bæði við á vettvangi sveitarstjórnarmála - þar sem vandséð eru rökin fyrir því að hefðbundin flokkanálgun eigi alltaf við - og á vettvangi Alþingis. Verði stjórnarskránni breytt á þann veg að landið allt verði eitt kjördæmi og þingmenn allir fulltrúar þjóðarinnar, er enn meiri ástæða að viðhafa persónukjör. Möguleikar almennings til áhrifa ráðast einnig af þeim upplýsingum sem almenningur býr yfir. Kveða þarf á um meginreglur sem mæla fyrir um árvekni löggjafarvaldsins á hverjum tíma til að takmarka margvíslegan „populisma" og að menn geti í of ríku mæli „keypt" sér fylgi í kosningum. Í því skyni þarf stjórnlagaþing að ræða hvað grundvallarreglur er hægt að setja til að tryggja fjölmiðlafrelsi og upplýsta umræðu í tengslum við kosningar, hvort sem um er að ræða þjóðaratkvæðagreiðslur eða alþingiskosningar. Í þriðja lagi er hægt að draga úr áhrifum stjórnmálastéttarinnar með því að takmarka þann tíma sem menn geta verið fulltrúar almennings í sveitarstjórnum, á Alþingi og gengt starfi forseta Íslands. Að baki býr sú hugsun að þátttaka í stjórnmálum eigi ekki að vera starfsferill í sjálfu sér, heldur afmarkaður hluti af ævi þeirra einstaklinga sem eru tilbúnir til að nýta þekkingu sína og reynslu af öðrum sviðum í þágu stjórnmálanna. Vel mætti ímynda sér að breyta fyrirkomulagi á kjörtímabili á öllum stigum og hafa það fimm ár í stað fjögurra eins og nú er og takmarka þá þátttöku hvers og eins við tvö kjörtímabil á hverju stigi eða tíu ár. Verði kjörtímabil óbreytt væru eðlileg tímamörk þrjú tímabil eða tólf ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingi er ætlað samkvæmt lögum um það að fjalla um átta tilgreind atriði og er lýðræðisleg þátttaka almennings eitt þeirra atriði. Í þessum pistli er fjallað um þrjú atriði sem mér finnst mikilvæg varðandi þátttöku almennings í ákvörðunum og með hvaða hætti má draga úr áhrifum þess sem stundum er kallað stjórnmálastéttin. Í fyrsta lagi þarf að setja skýrar reglur í stjórnarskrá um þjóðaratkvæðagreiðslur sem tiltekinn lágmarkasfjöldi íbúa eða þingmanna getur krafist. Jafnframt kann að vera heppilegt að tilgreina ákveðin mál sem þarf að bera undir þjóðina, svo sem umfangsmikla alþjóðlega samninga sem fela í sér framsal á löggjafar- eða framkvæmdavalds eða breytingar á grunnstofnunum samfélagsins. Ræða þarf á stjórnlagaþingi hvort setja eigi í stjórnarskrá ákvæði sem opna fyrir nýtískulegar og rafrænar kosningar - sér í lagi í þjóðaratkvæðagreiðslum, eða hvort slíkt eigi frekar heima í kosningalögum. Samhliða því að opna fyrir að almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, þarf að tryggja að þær endurspegli þjóðarvilja með því að tilgreina lágmarksþátttöku þannig að háværir eða valdamiklir minnihlutahópar geti síður misnotað þær. Hér þarf stjórnlagaþing að horfa til þeirra fyrirmynda sem best hafa reynst annarsstaðar. Í öðru lagi þarf að tryggja aukin áhrif almennings með breyttu kosningafyrirkomulagi þannig að vilji þeirra endurspeglist betur í niðurstöðum kosninga. Mikilvægur þáttur í því væri að innleiða persónukjör þvert á lista stjórnmálaflokka í ríkara mæli. Slík ákvæði eiga þó fremur heima í kosningalögum á hverjum tíma. Persónukjör á bæði við á vettvangi sveitarstjórnarmála - þar sem vandséð eru rökin fyrir því að hefðbundin flokkanálgun eigi alltaf við - og á vettvangi Alþingis. Verði stjórnarskránni breytt á þann veg að landið allt verði eitt kjördæmi og þingmenn allir fulltrúar þjóðarinnar, er enn meiri ástæða að viðhafa persónukjör. Möguleikar almennings til áhrifa ráðast einnig af þeim upplýsingum sem almenningur býr yfir. Kveða þarf á um meginreglur sem mæla fyrir um árvekni löggjafarvaldsins á hverjum tíma til að takmarka margvíslegan „populisma" og að menn geti í of ríku mæli „keypt" sér fylgi í kosningum. Í því skyni þarf stjórnlagaþing að ræða hvað grundvallarreglur er hægt að setja til að tryggja fjölmiðlafrelsi og upplýsta umræðu í tengslum við kosningar, hvort sem um er að ræða þjóðaratkvæðagreiðslur eða alþingiskosningar. Í þriðja lagi er hægt að draga úr áhrifum stjórnmálastéttarinnar með því að takmarka þann tíma sem menn geta verið fulltrúar almennings í sveitarstjórnum, á Alþingi og gengt starfi forseta Íslands. Að baki býr sú hugsun að þátttaka í stjórnmálum eigi ekki að vera starfsferill í sjálfu sér, heldur afmarkaður hluti af ævi þeirra einstaklinga sem eru tilbúnir til að nýta þekkingu sína og reynslu af öðrum sviðum í þágu stjórnmálanna. Vel mætti ímynda sér að breyta fyrirkomulagi á kjörtímabili á öllum stigum og hafa það fimm ár í stað fjögurra eins og nú er og takmarka þá þátttöku hvers og eins við tvö kjörtímabil á hverju stigi eða tíu ár. Verði kjörtímabil óbreytt væru eðlileg tímamörk þrjú tímabil eða tólf ár.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun