Allir um borð! Sigurjón Jónasson skrifar 23. nóvember 2010 00:01 Eftir að hafa siglt lygnan sjó í nokkur ár beið íslenska þjóðarskútan skipbrot á haustdögum 2008. Síðan þá hafa stjórnvöld verið að negla fyrir götin á skrokknum og ausa sjó úr skútunni svo við gætum öll haldið siglingunni áfram. En er verið að stíma í rétta átt? Á síðustu dögum hef ég hitt fjölmarga frambjóðendur til stjórnlagaþings og ég verð að segja að ég hef ekki verið svona bjartsýnn á framtíð Íslands lengi. Viðmót þessa fólks er yndislegt. Bjartsýnin, einhugurinn og samstaðan um að búa okkur betra samfélag fær mann til að fyllast stolti. Stolti af því að vera Íslendingur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að út úr stjórnlagaþingi kemur eitthvað gott. Í framboði er mikið magn af hæfu fólki með gott hjartalag sem er fyllilega treystandi til þess að endurskoða stjórnarskrána af yfirvegun og virðingu fyrir því sem þar stendur. Núverandi fyrirkomulag á Alþingi virkar ekki sem skyldi þegar á reynir. Alþingismenn vinna fyrst og fremst að því að viðhalda flokki sínum og þ.a.l. sjálfum sér á þingi og setja þar með þarfir fólksins í landinu aftar í forgangsröðina. Enda hefur það komið á daginn að innan við 10% landsmanna treysta Alþingi, sem segir okkur það að núverandi fyrirkomulag í stjórnmálum á Íslandi er komið í þrot. Þó svo að samfélagið breytist ekki á svipstundu eftir stjórnlagaþing er þetta fyrsta skrefið í rétta átt. Það mun taka nokkur ár að byggja upp traust á stjórnkerfinu á nýjan leik, en það mun hafast. Sannaðu til. En til þess að mark verði tekið á útkomu stjórnlagaþings þarf tvennt: Góða kjörsókn og samstöðu verðandi þátttakenda á stjórnlagaþingi. Því er mjög mikilvægt að þú, kjósandi góður, látir þitt ekki eftir liggja og mætir á kjörstað þann 27. nóvember nk. og sýnir samstöðu í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa siglt lygnan sjó í nokkur ár beið íslenska þjóðarskútan skipbrot á haustdögum 2008. Síðan þá hafa stjórnvöld verið að negla fyrir götin á skrokknum og ausa sjó úr skútunni svo við gætum öll haldið siglingunni áfram. En er verið að stíma í rétta átt? Á síðustu dögum hef ég hitt fjölmarga frambjóðendur til stjórnlagaþings og ég verð að segja að ég hef ekki verið svona bjartsýnn á framtíð Íslands lengi. Viðmót þessa fólks er yndislegt. Bjartsýnin, einhugurinn og samstaðan um að búa okkur betra samfélag fær mann til að fyllast stolti. Stolti af því að vera Íslendingur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að út úr stjórnlagaþingi kemur eitthvað gott. Í framboði er mikið magn af hæfu fólki með gott hjartalag sem er fyllilega treystandi til þess að endurskoða stjórnarskrána af yfirvegun og virðingu fyrir því sem þar stendur. Núverandi fyrirkomulag á Alþingi virkar ekki sem skyldi þegar á reynir. Alþingismenn vinna fyrst og fremst að því að viðhalda flokki sínum og þ.a.l. sjálfum sér á þingi og setja þar með þarfir fólksins í landinu aftar í forgangsröðina. Enda hefur það komið á daginn að innan við 10% landsmanna treysta Alþingi, sem segir okkur það að núverandi fyrirkomulag í stjórnmálum á Íslandi er komið í þrot. Þó svo að samfélagið breytist ekki á svipstundu eftir stjórnlagaþing er þetta fyrsta skrefið í rétta átt. Það mun taka nokkur ár að byggja upp traust á stjórnkerfinu á nýjan leik, en það mun hafast. Sannaðu til. En til þess að mark verði tekið á útkomu stjórnlagaþings þarf tvennt: Góða kjörsókn og samstöðu verðandi þátttakenda á stjórnlagaþingi. Því er mjög mikilvægt að þú, kjósandi góður, látir þitt ekki eftir liggja og mætir á kjörstað þann 27. nóvember nk. og sýnir samstöðu í verki.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar