Erlent

Hótar hefndaraðgerðum

46 sjóliðar fórust þegar herskipið skrakk og sökk. Útför þeirra fór fram fyrir helgi. Mynd/AP
46 sjóliðar fórust þegar herskipið skrakk og sökk. Útför þeirra fór fram fyrir helgi. Mynd/AP Mynd/AP
Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir að þeir sem bera ábyrgð á því að eitt af herskipum landsins sprakk í tvennt og sökk í lok mars verði látnir gjalda fyrir það dýru verði. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn og fórust 46 sjóliðar. Útför þeirra fór fram í síðustu viku.

Búið er að ná flakinu af hafsbotni og talið er að tundurskeyti hafi grandað skipinu. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa ekki sakað Norður-Kóreu opinberlega um aðild að málinu. Almenningur telur hins vegar að norður-kóreski herinn standi þar að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×