Erlent

Vill alþjóðadómstól fyrir sjóræningja

Óli Tynes skrifar
Sjóræningjar sem handteknir eru eru yfirleitt látnir lausir aftur vegna skorts á dómsúrræðum.
Sjóræningjar sem handteknir eru eru yfirleitt látnir lausir aftur vegna skorts á dómsúrræðum. Mynd/AP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vill skerpa löggjöf gegn sjóránum og meðal annars skoða þann möguleika að leiða sjóræningja fyrir alþjóðadómstóll.

Árásir sjóræningja undan ströndum Sómalíu skipta orðið hundruðum. Alþjðóðlegur herskipafloti sem þar er á vakt er í raun með aðra hendina bundna fyrir aftan bak.

Alþjóðalög eru með þeim hætti að flotinn hefur mjög takmarkaða möguleika á að koma sjóræningjum sem hann handtekur fyrir dómstóla.

Annaðhvort þarf heimaland þeirra að taka við þeim og leiða fyrir dóm eða þá heimaland skips sem þeir ráðast á.

Talsverður hluti af fragtskipaflota heimsins er flaggaður út, það vill segja að skipin eru skráð í löndum eins og Panama sem gerir rekstur þeirra ódýrari.

Panama hefur takmarkaða getu til þess að rétta yfir sjóræningjum. Og í Sómalíu er slíkt upplausnarástand að þar er ekkert virkt réttarkerfi.

Þetta hefur leitt til þess að sjóræningjum sem handtekinr eru er yfirleitt sleppt aftur.

Á þessum málum vill Öryggisráðið nú taka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×