Framboð til stjórnlagaþings Ingibjörg Snorradóttir Hagalín skrifar 20. nóvember 2010 13:00 Ég býð mig fram til Stjórnlagaþings og hef kynnt mér bæði stjórnarskrána sjálfa og þær tillögur að breytingum sem liggja fyrir sbr. heildarendurskoðun frá febrúar 2007. Velferðarmál skipta mig miklu máli, sem og mannréttindi. Ég er sammála þeim sem vilja hafa endaskipti á stjórnarskránni og hafa mannréttindi fremst, enda er það í anda nútímans. Hafa verður í huga að Stjórnarskrá Íslands er að stofninum til frá 1874 og hefur margt breyst frá þeim tíma. Að mínu mati þarf að nútímavæða hana og gera hana skýrari og skilmerkari hvað margt varðar. Einnig vantar margt inn í hana, má nefna að ekkert er talað um íslenska tungu, hvað þá íslenskt táknmál. Hvergi er neitt um umhverfisvernd eða auðlindir þjóðarinnar. Ég vil að komi skýrt fram í Stjórnarskrá, ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar og tel að skýra megi hlutverk forseta og valdsvið gagnvart ríkisstjórn, en vil ekki leggja embættið niður. Ég vil landið sem eitt kjördæmi og tel að stjórnarskráin eigi að mæla fyrir um jafnrétti óðháð kynhneigð. Endurskoða þarf "kaflann" um Mannréttindi og stjórnarskráin segir fátt um sveitarfélög annað en að einhver sveitarfélög skuli vera til ?! Skrítin staðreynd er að hvergi í stjórnarskránni koma fram orðin: lýðræði, þingræði, ríkisstjórn eða hæstiréttur. Ég vil engar öfgar í endurskoðun á stjórnarskránni, því ég ber virðingu fyrir henni og því sem hún stendur fyrir og vil geta gert það áfram. Ég er ósköp venjulegur íslendingur sem ber hag lands og þjóðar fyrir brjósti, er ópólitísk, með ákveðnar skoðanir, engin hagsmunatengsl, bjartsýn að eðlisfari og vil láta gott af mér leiða og taka þátt í þessu verðuga verkefni, sem endurskoðun á Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands er. Hér hef ég minnst á það helsta sem ég vildi geta breytt og mun beita mínum kröftum eftir bestu getu fái ég kjörgengi til þess. Ég trúi að allt sé hægt sé viljinn fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég býð mig fram til Stjórnlagaþings og hef kynnt mér bæði stjórnarskrána sjálfa og þær tillögur að breytingum sem liggja fyrir sbr. heildarendurskoðun frá febrúar 2007. Velferðarmál skipta mig miklu máli, sem og mannréttindi. Ég er sammála þeim sem vilja hafa endaskipti á stjórnarskránni og hafa mannréttindi fremst, enda er það í anda nútímans. Hafa verður í huga að Stjórnarskrá Íslands er að stofninum til frá 1874 og hefur margt breyst frá þeim tíma. Að mínu mati þarf að nútímavæða hana og gera hana skýrari og skilmerkari hvað margt varðar. Einnig vantar margt inn í hana, má nefna að ekkert er talað um íslenska tungu, hvað þá íslenskt táknmál. Hvergi er neitt um umhverfisvernd eða auðlindir þjóðarinnar. Ég vil að komi skýrt fram í Stjórnarskrá, ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar og tel að skýra megi hlutverk forseta og valdsvið gagnvart ríkisstjórn, en vil ekki leggja embættið niður. Ég vil landið sem eitt kjördæmi og tel að stjórnarskráin eigi að mæla fyrir um jafnrétti óðháð kynhneigð. Endurskoða þarf "kaflann" um Mannréttindi og stjórnarskráin segir fátt um sveitarfélög annað en að einhver sveitarfélög skuli vera til ?! Skrítin staðreynd er að hvergi í stjórnarskránni koma fram orðin: lýðræði, þingræði, ríkisstjórn eða hæstiréttur. Ég vil engar öfgar í endurskoðun á stjórnarskránni, því ég ber virðingu fyrir henni og því sem hún stendur fyrir og vil geta gert það áfram. Ég er ósköp venjulegur íslendingur sem ber hag lands og þjóðar fyrir brjósti, er ópólitísk, með ákveðnar skoðanir, engin hagsmunatengsl, bjartsýn að eðlisfari og vil láta gott af mér leiða og taka þátt í þessu verðuga verkefni, sem endurskoðun á Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands er. Hér hef ég minnst á það helsta sem ég vildi geta breytt og mun beita mínum kröftum eftir bestu getu fái ég kjörgengi til þess. Ég trúi að allt sé hægt sé viljinn fyrir hendi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar