Skoðun

Svar til kjósanda

Ástþór Magnússon Wium skrifar

Hulda sendi mér fyrirspurn: Vona að þú reiðist ekki framhleypninni í mér með að senda þér þessar línur. En mig langar að spyrja þig um fáein atriði sem mér finnast ekki koma nógu skýrt fram á klausunni um þig til að auðvelda mér kosninguna þann 27þm Því það ER virkilega erfitt að velja fólk til þessara starfa sem maður veit engin deili á. Ég ER bara að biðja um ein falt já eða nei engar útskýringar þær geta komið seinna

Vilt þú að verndun íslenskrar tungu sé tekin fram í stjórnarskrá

Vilt þú efla vald forseta

Viltu þú styrkja málskotsrétt forsetans

Vilt þú afnema fiski kvótann / mjólkurkvóta

Vilt þú breyta trúarvenjum okkar

Vilt þú fleiri álver og líkar stórframkvæmdir

Vilt þú Vera í efnahagsbandalaginu

Vilt þú taka upp annan gjaldmiðil

Vilt þú fjöl þjóðlegt samfélag

Vilt þú vera í Schengen

Ég veit að stjórnlagaþingið snýst ekki um þessi atriði. En þau hjálpa mér að velja fólkið á þingið

Takk fyrir að líta á þetta blað. Gangi þér vel. kveðja Hulda

Kæra Hulda,

Öll málin sem þú spyrð um eru að mínu mati of stór og mikilvæg fyrir framtíð þjóðarinnar til að nokkrir einstaklingar valdir í fyrstu persónukosningum þjóðarinnar geti leyft sér að möndla með uppá eigin spýtur.

Höfum við ekki fengið nóg af slíkri úreltri stjórnmálafræði eftir að horfa uppá misvitra fulltrúa á Alþingi taka kolrangar ákvarðanir með flokkadrætti og sérhagsmunapot í stað velferð þjóðarinnar að leiðarljósi?

Ég er í framboði til Stjórnlagaþings því ég vil færa valdið til fólksins í landinu. Ég vil koma hér á beinu og milliliðalausu lýðræði þar sem réttur einstaklingsins er virtur sem hluti af ákvarðanaferli stjórnsýslunnar.

Það hlýtur því að liggja í hlutarins eðli fái ég stuðning þjóðarinnar til Stjórnlagaþings, að þjóðaratkvæðagreiðslur skeri úr um þau mál sem þú spyrð um eins og mörg önnur.






Skoðun

Sjá meira


×