Þjóðfélag A eða B? Hákon Þór Sindrason skrifar 11. apríl 2010 18:15 Greinin birtist áður í Morgunblaðinu 2008, en birtist hér skrifuð í mars í breyttri og uppfærðri mynd. Þórhildur, amma mín heitin 11 barna móðir fædd í Þistilfirði í Norður Þingeyjarsýslu var vön að segja að góð vísa væri sjaldan of oft kveðin, sem á sannarlega við hér. Efnið hefur verið mér hugleikið frá unglingsárum og atburðir liðinna ára hafa minnt mig illilega á. Hægt er að bera saman tvö þjóðfélög A og B og spyrja sig hvoru muni vegna betur og borgurum þess. Í þjóðfélagi A er ráðið í stöður eftir hæfni viðkomandi þar sem menntun og reynsla er talin nauðsynleg til ákveðinna starfa. Ákveðið jafnfræði er milli kynja og skoðana og skilningur á að eftir höfðinu dansa limirnir. Hér er átt við að stjórnendur og hæfni þeirra hafa áhrif á allt fyrirtækið eða stofnunina og þar með framleiðni. Þetta má einnig kalla að framleiðsluþættir viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis séu nýttir sem best til að ná ákveðnum hámarks afrakstri. Í slíku þjóðfélagi gilda að sjálfsögðu eðlilegar leikreglur á samkeppnismarkaði, fagleg ákvörðunartaka, reglur á útboðsmarkaði og gott eftirlit á sviði fjármála-, neytenda-, skatta- og samkeppnismála. Jafnframt eru reglur og rammar sem varna kennitöluflakki og þvíumlíku. Að sjálfsögðu mun þjóðfélag A svo ná til sín hluta af peningum sem sumir útrásarmenn hafa tekið frá þjóðinni, sem meðal annars gleymdi að setja almennilegt regluverk í kringum þjóðfélagið, nema hvað? Þeir vita jú margir að þessir fjármunir tilheyra landi og þjóð með réttu! Í þjóðfélagi B er minni áhersla á að sá hæfasti sé ráðinn í hverja stöðu. Stöðuveitingar ráðast oft af tengslum ættar eða vináttu viðkomandi. Stöður verða oft athvarf fyrir fyrrum stjórnmálamenn eða leiðitama ungliða. Það er oft á kostnað fagmenntunar tilheyrandi starfa og getur átt við allt frá stöðuveitingum í opinberum fyrirtækjum til dómskerfis. Sama á stundum við í einkafyrirtækjum og bönkum. Einnig mætti nefna pólitískt skipaða skólastjóra. Þjóðfélag B leggur jafnframt ekki sérlega mikla áherslu á eftirlitsstofnanir. Það á að vera skýr krafa í upplýstu lýðræðisþjóðfélagi að hæfasta fólkið með tilheyrandi fagmenntun og reynslu sé jafnan ráðið til starfa hverju sinni. Í tímanna rás hafa B ráðningarnar kostað þjóðfélagið hundruð eða jafnvel þúsundir milljarða. Ég geng reyndar reyndar svo langt að telja þetta eina af örsökum hrunsins. Vanhæfir stjórnendur eru ein af ástæðum þess að Íslendingar þurfa að vinna meira og lengur en aðrar þjóðir til að halda uppi góðum lífskjörum. Sá vinnutími mun nú frekar aukast, með tilheyrandi fjarvistum frá heimili og börnum, eins og flestir þekkja af eigin raun. Þetta hefur mikinn félagslegan kostnað í för með sér, því og fleiru verður gert betri skil síðar meir í grein. Sem dæmi um stöðuveitingar væri æskilegt að aðalbankastjóri Seðlabankans væri með doktorspróf í hagfræði, fremur en lögfræðingur, verkfræðingur eða viðskiptafræðingur eins og reyndin hefur verið síðustu 20 ár eða svo. Alþjóðleg starfsreynsla er líka nauðsynleg fyrir aðila sem ræðst til slíks verks. Núverandi Seðlabankastjóri uppfyllir loksins þessi skilyrði. Það er einnig mikilvægt að hafa mann með tilheyrandi menntun og kunnáttu í starfi viðskiptaráðherra svo annað dæmi sé tekið. Þar er á ferð annar maður með doktorspróf í hagfræði sem veldur starfinu vel; leit væri að hæfari manni til starfans. Dómsmálaráðherra virkar einnig mjög traustvekjandi. Þó maður hafi oft verið ósammála Þistilfirðingnum Steingrími Sigfússyni, er honum vorkunn að taka við þessu búi. Hann hefur staðið sig ágætlega og sýnt mikið þrek við mjög erfiðar aðstæður og oft sýnt góðan hagfræðilegan skilning sem stundum skorti áður fyrr. Það hefur aukið á erfiðleikana hans að hjörð hans er oft sundurleit. Hann og stærðfræðingurinn Pétur Blöndal hafa á síðustu árum sýnt meiri talnaþekkingu en margir aðrir þingmenn. Illugi Gunnarsson, kemur einnig oft með góð hagfræðileg inngrip og skýringar. Jóhönnu Sig. er hægt að virða fyrir margt; hún flutti meðal annars áður nokkur frumvörp um kennitöluflakk, og eins hefur hún staðið dyggan vörð um Íbúðarlánasjóð, þingflokkur Framsóknarmanna gerði reyndar slíkt hið sama. Breyting á B vinnubrögðum er hagur fólksins og það er hagur þjóðfélagsins og skýlaus krafa morgundagsins og framtíðarinnar. Síðastliðið ár hafa málin þokast í rétta átt. Miklu betur má þó ef duga skal og enn meiri fræðsla og bylting hugarfars er nauðsynleg. Hvoru þjóðfélaginu vilt þú tilheyra, A eða B? Af hvorri tegundinni verður hið nýja Ísland og hin nýja Reykjavík? Gaman væri að fá sms skeyti í 690 9989 með vali þínu á hvort þjóðfélag þú kýst?. Hákon Þór Sindrason viðskiptafræðingur Cand.oecon & rekstrarhagfræðingur M.Sc. fyrrum vinnumaður í sveit með meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Greinin birtist áður í Morgunblaðinu 2008, en birtist hér skrifuð í mars í breyttri og uppfærðri mynd. Þórhildur, amma mín heitin 11 barna móðir fædd í Þistilfirði í Norður Þingeyjarsýslu var vön að segja að góð vísa væri sjaldan of oft kveðin, sem á sannarlega við hér. Efnið hefur verið mér hugleikið frá unglingsárum og atburðir liðinna ára hafa minnt mig illilega á. Hægt er að bera saman tvö þjóðfélög A og B og spyrja sig hvoru muni vegna betur og borgurum þess. Í þjóðfélagi A er ráðið í stöður eftir hæfni viðkomandi þar sem menntun og reynsla er talin nauðsynleg til ákveðinna starfa. Ákveðið jafnfræði er milli kynja og skoðana og skilningur á að eftir höfðinu dansa limirnir. Hér er átt við að stjórnendur og hæfni þeirra hafa áhrif á allt fyrirtækið eða stofnunina og þar með framleiðni. Þetta má einnig kalla að framleiðsluþættir viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis séu nýttir sem best til að ná ákveðnum hámarks afrakstri. Í slíku þjóðfélagi gilda að sjálfsögðu eðlilegar leikreglur á samkeppnismarkaði, fagleg ákvörðunartaka, reglur á útboðsmarkaði og gott eftirlit á sviði fjármála-, neytenda-, skatta- og samkeppnismála. Jafnframt eru reglur og rammar sem varna kennitöluflakki og þvíumlíku. Að sjálfsögðu mun þjóðfélag A svo ná til sín hluta af peningum sem sumir útrásarmenn hafa tekið frá þjóðinni, sem meðal annars gleymdi að setja almennilegt regluverk í kringum þjóðfélagið, nema hvað? Þeir vita jú margir að þessir fjármunir tilheyra landi og þjóð með réttu! Í þjóðfélagi B er minni áhersla á að sá hæfasti sé ráðinn í hverja stöðu. Stöðuveitingar ráðast oft af tengslum ættar eða vináttu viðkomandi. Stöður verða oft athvarf fyrir fyrrum stjórnmálamenn eða leiðitama ungliða. Það er oft á kostnað fagmenntunar tilheyrandi starfa og getur átt við allt frá stöðuveitingum í opinberum fyrirtækjum til dómskerfis. Sama á stundum við í einkafyrirtækjum og bönkum. Einnig mætti nefna pólitískt skipaða skólastjóra. Þjóðfélag B leggur jafnframt ekki sérlega mikla áherslu á eftirlitsstofnanir. Það á að vera skýr krafa í upplýstu lýðræðisþjóðfélagi að hæfasta fólkið með tilheyrandi fagmenntun og reynslu sé jafnan ráðið til starfa hverju sinni. Í tímanna rás hafa B ráðningarnar kostað þjóðfélagið hundruð eða jafnvel þúsundir milljarða. Ég geng reyndar reyndar svo langt að telja þetta eina af örsökum hrunsins. Vanhæfir stjórnendur eru ein af ástæðum þess að Íslendingar þurfa að vinna meira og lengur en aðrar þjóðir til að halda uppi góðum lífskjörum. Sá vinnutími mun nú frekar aukast, með tilheyrandi fjarvistum frá heimili og börnum, eins og flestir þekkja af eigin raun. Þetta hefur mikinn félagslegan kostnað í för með sér, því og fleiru verður gert betri skil síðar meir í grein. Sem dæmi um stöðuveitingar væri æskilegt að aðalbankastjóri Seðlabankans væri með doktorspróf í hagfræði, fremur en lögfræðingur, verkfræðingur eða viðskiptafræðingur eins og reyndin hefur verið síðustu 20 ár eða svo. Alþjóðleg starfsreynsla er líka nauðsynleg fyrir aðila sem ræðst til slíks verks. Núverandi Seðlabankastjóri uppfyllir loksins þessi skilyrði. Það er einnig mikilvægt að hafa mann með tilheyrandi menntun og kunnáttu í starfi viðskiptaráðherra svo annað dæmi sé tekið. Þar er á ferð annar maður með doktorspróf í hagfræði sem veldur starfinu vel; leit væri að hæfari manni til starfans. Dómsmálaráðherra virkar einnig mjög traustvekjandi. Þó maður hafi oft verið ósammála Þistilfirðingnum Steingrími Sigfússyni, er honum vorkunn að taka við þessu búi. Hann hefur staðið sig ágætlega og sýnt mikið þrek við mjög erfiðar aðstæður og oft sýnt góðan hagfræðilegan skilning sem stundum skorti áður fyrr. Það hefur aukið á erfiðleikana hans að hjörð hans er oft sundurleit. Hann og stærðfræðingurinn Pétur Blöndal hafa á síðustu árum sýnt meiri talnaþekkingu en margir aðrir þingmenn. Illugi Gunnarsson, kemur einnig oft með góð hagfræðileg inngrip og skýringar. Jóhönnu Sig. er hægt að virða fyrir margt; hún flutti meðal annars áður nokkur frumvörp um kennitöluflakk, og eins hefur hún staðið dyggan vörð um Íbúðarlánasjóð, þingflokkur Framsóknarmanna gerði reyndar slíkt hið sama. Breyting á B vinnubrögðum er hagur fólksins og það er hagur þjóðfélagsins og skýlaus krafa morgundagsins og framtíðarinnar. Síðastliðið ár hafa málin þokast í rétta átt. Miklu betur má þó ef duga skal og enn meiri fræðsla og bylting hugarfars er nauðsynleg. Hvoru þjóðfélaginu vilt þú tilheyra, A eða B? Af hvorri tegundinni verður hið nýja Ísland og hin nýja Reykjavík? Gaman væri að fá sms skeyti í 690 9989 með vali þínu á hvort þjóðfélag þú kýst?. Hákon Þór Sindrason viðskiptafræðingur Cand.oecon & rekstrarhagfræðingur M.Sc. fyrrum vinnumaður í sveit með meiru.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun