Innlent

60 ára og eldri geta átt rétt á endurgreiðslu

Vinnumálastofnun vekur athygli á því að þeir sem eru orðnir sextíu ára og eldri, og hafi fengið skertar greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna séreignarlífeyris, geti átt rétt á endurgreiðslu frá sjóðnum.

Vísað er í lög sem tóku gildi í júni og eiga við þá sem fengu skertar greiðslur frá fyrsta mars í fyrra, til dagsins í dag. Vinnumálastofnun tekur fram á vefsíðu sinni að þetta eigi ekki við þá sem eru yngri en sextugir, þar sem greiðslur úr séreignarsjóðum skerði ekki atvinnuleysisbætur þeirra,

Heimasíða vinnumálastofnunnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×