Þjóðfundir stjórnmálaflokkanna Jónas Gunnar Einarsson skrifar 26. júní 2010 20:59 Um þessa helgi koma saman til flokksþinga stórir hópar flokksbundins fólks til samráðs og samstarfs á eins konar minni þjóðfundum stjórnmálaflokkanna. Vonandi verður þá er með skipulegum og skilvirkum hætti farið yfir helstu álitamál og málefni þjóðar og samfélags, ekki síður en innanhúsmál og óskandi allir hafi þá lesið a.m.k. fimmtíu síður í metsölubók sannleiksnefndar alþingis. Heiðarlegt og ítarlegt uppgjör og reikningsskil með eftirmálum lexía og lærdóms er sennilega skást möguleg aðferðafræði til þess að bjarga framtíð samfélags sem ratað hefur í þær ógöngur að glata sínu efnahagslega sjálfstæði - sem engu dylst öllum íbúum plánetunnar. Öll heimsins uppgjör og reikningsskil, lexíur og lærdómur, endurheimta aldrei glatað frelsi sem í þessu felst né þau glötuðu tækifæri eða þau miklu verðmæti sem hefðu orðið til ef við hefðum ekki ratað í þær ógöngur. Eftirmálar hruns og reikningsskila þurfa ekki síður að snúaast um það hver vill og getur leiðrétt, lagfært og bætt þennan fórnarkostnað, alveg eins og beinan kostnað og annan kostnað af margvíslegum toga. Hrossakaup?Ef ábyrgðin er móðir traustsins, og kjörnum fulltrúum almennings í lýðræðisríki að öllu eðlilegu ekki stætt í starfi án trausts umbjóðenda, er með ólíkindum hve ákaft kjörnir fulltrúar draga úr trausti með eigin ábyrgðarleysi. Þingmenn virðast t.d. enn telja það alveg í himnalagi að skila ekki inn ársreikningum stjórnmálaflokka og hreyfinga fyrr en hentar þeim sjálfum; láta átölulaust mánuð eftir mánuð að þjóð og kjósendur séu ekki upplýst um fjárstyrki og annað sem getur valdið vanhæfi kjörins fulltrúa. Af málefnum vekja stórundarleg hrossakaup um fyrningu veiðiheimilda athygli, ekki síst krónískur skortur á skilningi aðila um nauðsyn þess að skapa góða sátt með þjóðinni til lengri tíma horft um eðlilegar forsendur rekstrar og arðsemi í þessari atvinnugrein eins og öðrum atvinnugreinum í markaðshagkerfi. Ekki síður athygliverð er stórundarlega þingályktunartillagan um að draga ESB-umsókn til baka sem lýsir því miður engu öðru yfir hvarvetna en óvæntu rökþroti kyrrstöðusinna í Evrópumálum. Við hvað eru menn hræddir? Og af hverju alltaf þessi endemis níska í erlendum samskiptum? Af hverju megum við ekki læra meir um fulla aðild, rétt eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert, og kosið um hver hjá sér? Víkingar og skáld bjartleit á brún verða að þora að segja já eða nei í kosningum um aðildarsamning. Við verðum að þora að segja til um okkar pólitísku framtíð. Þora að svara undirliggjandi spurningum sem í þessari ákvarðanatöku felast, eins og t.d. þessum: Stefnum við á þéttbýlið eða dreifbýlið? Og verðum við með allt sem þarf í farteskinu sem hvorum þessara kosta fylgir? Dómur hæstaréttar Dómur hæstaréttar breytir til hins betra horfum um hagvöxt fyrir okkar örhagkerfi frumframleiðslu orku, áls og fisks, ferðamanna og hátækni. Samningsákvæði er dæmt ólögmætt sem áður tryggði okurarðsemi af seldu lánsfé við tilteknar aðstæður - sem svo voru skapaðar með ákvörðunum/aðgerðum/aðgerðaleysi fjármálafyrirtækja og opinberra aðila, þ.m.t. eftirlitskerfi framkvæmdavaldsins og lagaumhverfi löggjafarvaldsins. Hótanir Más seðlabankastjóra og Gylfa viðskiptaráðherra um að viðskiptavinir og/eða allur almenningur muni með auknu vaxtaorkri, auknum skattahækkunum eða öðru svona fjárhagslegu ofbeldi gegn okkur góðum landsmönnum, á endanum greiða þá fjármuni sem hæstaréttardómurinn skilar nú skuldunautum til baka, er auðvitað staurblönk og vitaverð móðun sem gefur í skyn að fjarlægja skuli rekstrar- og fjárhagsábyrgð úr hendi stjórnenda eða eigenda fjármálafyrirtækja á skilgreindum samkeppnismarkaði. Stjórnunarflipp þeirra félaga er alveg út úr korti í markaðshagkerfi samkeppni og samningsfrelsis þar sem a) markaðsaðilar á framboðshlið standa og falla með sínum viðskiptaákvörðunum, b) skattstofnar eru hverfandi hjá ofurskuldsettum heimilum og fyrirtækjum og c) yngri kynslóðir kjósa með fótunum njóti þau ekki svipaðra lífskjskjara hér og fást í okkar nágrannalöndum. Hvað á að gera? Spurt er: Hvað á að gera í þessu með vextina á gengisbundnu lánunum nú eftir dóm hæstaréttar? Svar: Söluaðilar/Lánadrottnar sem eiga fyrrum gengisbundnar kröfur/lánasamninga í íslenskum krónum eiga að viðurkenna mistök sín og gera kaupendum/skuldunautum samræmt tilboð í vexti sambærilegra lánasamninga - sem yrðu þá hærri en samningsvextir og lægri en viðmiðunarvextir. Ef ekki næst saman milli seljenda og kaupenda má leggja málið fyrir úrskurðaraðila eða fá úrskurð dómstóla. Í framhaldi væri æskilegt að prófmál kæmi til kasta hæstaréttar, t.d. ef lánadrottnum dytti í hug að segja fyrrum gengisbundinn samning nú ógildan með vísan til forsendubrests, sbr. lög og dóm hæstaréttar, og er þá forsendubrestur úr hendi hæstaréttar. Hæstiréttur hefur sagt A og því við hæfi í máli sem reynir á forsendubrest og lög þar um að segi þá einnig B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um þessa helgi koma saman til flokksþinga stórir hópar flokksbundins fólks til samráðs og samstarfs á eins konar minni þjóðfundum stjórnmálaflokkanna. Vonandi verður þá er með skipulegum og skilvirkum hætti farið yfir helstu álitamál og málefni þjóðar og samfélags, ekki síður en innanhúsmál og óskandi allir hafi þá lesið a.m.k. fimmtíu síður í metsölubók sannleiksnefndar alþingis. Heiðarlegt og ítarlegt uppgjör og reikningsskil með eftirmálum lexía og lærdóms er sennilega skást möguleg aðferðafræði til þess að bjarga framtíð samfélags sem ratað hefur í þær ógöngur að glata sínu efnahagslega sjálfstæði - sem engu dylst öllum íbúum plánetunnar. Öll heimsins uppgjör og reikningsskil, lexíur og lærdómur, endurheimta aldrei glatað frelsi sem í þessu felst né þau glötuðu tækifæri eða þau miklu verðmæti sem hefðu orðið til ef við hefðum ekki ratað í þær ógöngur. Eftirmálar hruns og reikningsskila þurfa ekki síður að snúaast um það hver vill og getur leiðrétt, lagfært og bætt þennan fórnarkostnað, alveg eins og beinan kostnað og annan kostnað af margvíslegum toga. Hrossakaup?Ef ábyrgðin er móðir traustsins, og kjörnum fulltrúum almennings í lýðræðisríki að öllu eðlilegu ekki stætt í starfi án trausts umbjóðenda, er með ólíkindum hve ákaft kjörnir fulltrúar draga úr trausti með eigin ábyrgðarleysi. Þingmenn virðast t.d. enn telja það alveg í himnalagi að skila ekki inn ársreikningum stjórnmálaflokka og hreyfinga fyrr en hentar þeim sjálfum; láta átölulaust mánuð eftir mánuð að þjóð og kjósendur séu ekki upplýst um fjárstyrki og annað sem getur valdið vanhæfi kjörins fulltrúa. Af málefnum vekja stórundarleg hrossakaup um fyrningu veiðiheimilda athygli, ekki síst krónískur skortur á skilningi aðila um nauðsyn þess að skapa góða sátt með þjóðinni til lengri tíma horft um eðlilegar forsendur rekstrar og arðsemi í þessari atvinnugrein eins og öðrum atvinnugreinum í markaðshagkerfi. Ekki síður athygliverð er stórundarlega þingályktunartillagan um að draga ESB-umsókn til baka sem lýsir því miður engu öðru yfir hvarvetna en óvæntu rökþroti kyrrstöðusinna í Evrópumálum. Við hvað eru menn hræddir? Og af hverju alltaf þessi endemis níska í erlendum samskiptum? Af hverju megum við ekki læra meir um fulla aðild, rétt eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert, og kosið um hver hjá sér? Víkingar og skáld bjartleit á brún verða að þora að segja já eða nei í kosningum um aðildarsamning. Við verðum að þora að segja til um okkar pólitísku framtíð. Þora að svara undirliggjandi spurningum sem í þessari ákvarðanatöku felast, eins og t.d. þessum: Stefnum við á þéttbýlið eða dreifbýlið? Og verðum við með allt sem þarf í farteskinu sem hvorum þessara kosta fylgir? Dómur hæstaréttar Dómur hæstaréttar breytir til hins betra horfum um hagvöxt fyrir okkar örhagkerfi frumframleiðslu orku, áls og fisks, ferðamanna og hátækni. Samningsákvæði er dæmt ólögmætt sem áður tryggði okurarðsemi af seldu lánsfé við tilteknar aðstæður - sem svo voru skapaðar með ákvörðunum/aðgerðum/aðgerðaleysi fjármálafyrirtækja og opinberra aðila, þ.m.t. eftirlitskerfi framkvæmdavaldsins og lagaumhverfi löggjafarvaldsins. Hótanir Más seðlabankastjóra og Gylfa viðskiptaráðherra um að viðskiptavinir og/eða allur almenningur muni með auknu vaxtaorkri, auknum skattahækkunum eða öðru svona fjárhagslegu ofbeldi gegn okkur góðum landsmönnum, á endanum greiða þá fjármuni sem hæstaréttardómurinn skilar nú skuldunautum til baka, er auðvitað staurblönk og vitaverð móðun sem gefur í skyn að fjarlægja skuli rekstrar- og fjárhagsábyrgð úr hendi stjórnenda eða eigenda fjármálafyrirtækja á skilgreindum samkeppnismarkaði. Stjórnunarflipp þeirra félaga er alveg út úr korti í markaðshagkerfi samkeppni og samningsfrelsis þar sem a) markaðsaðilar á framboðshlið standa og falla með sínum viðskiptaákvörðunum, b) skattstofnar eru hverfandi hjá ofurskuldsettum heimilum og fyrirtækjum og c) yngri kynslóðir kjósa með fótunum njóti þau ekki svipaðra lífskjskjara hér og fást í okkar nágrannalöndum. Hvað á að gera? Spurt er: Hvað á að gera í þessu með vextina á gengisbundnu lánunum nú eftir dóm hæstaréttar? Svar: Söluaðilar/Lánadrottnar sem eiga fyrrum gengisbundnar kröfur/lánasamninga í íslenskum krónum eiga að viðurkenna mistök sín og gera kaupendum/skuldunautum samræmt tilboð í vexti sambærilegra lánasamninga - sem yrðu þá hærri en samningsvextir og lægri en viðmiðunarvextir. Ef ekki næst saman milli seljenda og kaupenda má leggja málið fyrir úrskurðaraðila eða fá úrskurð dómstóla. Í framhaldi væri æskilegt að prófmál kæmi til kasta hæstaréttar, t.d. ef lánadrottnum dytti í hug að segja fyrrum gengisbundinn samning nú ógildan með vísan til forsendubrests, sbr. lög og dóm hæstaréttar, og er þá forsendubrestur úr hendi hæstaréttar. Hæstiréttur hefur sagt A og því við hæfi í máli sem reynir á forsendubrest og lög þar um að segi þá einnig B.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar