Þjóðfundir stjórnmálaflokkanna Jónas Gunnar Einarsson skrifar 26. júní 2010 20:59 Um þessa helgi koma saman til flokksþinga stórir hópar flokksbundins fólks til samráðs og samstarfs á eins konar minni þjóðfundum stjórnmálaflokkanna. Vonandi verður þá er með skipulegum og skilvirkum hætti farið yfir helstu álitamál og málefni þjóðar og samfélags, ekki síður en innanhúsmál og óskandi allir hafi þá lesið a.m.k. fimmtíu síður í metsölubók sannleiksnefndar alþingis. Heiðarlegt og ítarlegt uppgjör og reikningsskil með eftirmálum lexía og lærdóms er sennilega skást möguleg aðferðafræði til þess að bjarga framtíð samfélags sem ratað hefur í þær ógöngur að glata sínu efnahagslega sjálfstæði - sem engu dylst öllum íbúum plánetunnar. Öll heimsins uppgjör og reikningsskil, lexíur og lærdómur, endurheimta aldrei glatað frelsi sem í þessu felst né þau glötuðu tækifæri eða þau miklu verðmæti sem hefðu orðið til ef við hefðum ekki ratað í þær ógöngur. Eftirmálar hruns og reikningsskila þurfa ekki síður að snúaast um það hver vill og getur leiðrétt, lagfært og bætt þennan fórnarkostnað, alveg eins og beinan kostnað og annan kostnað af margvíslegum toga. Hrossakaup?Ef ábyrgðin er móðir traustsins, og kjörnum fulltrúum almennings í lýðræðisríki að öllu eðlilegu ekki stætt í starfi án trausts umbjóðenda, er með ólíkindum hve ákaft kjörnir fulltrúar draga úr trausti með eigin ábyrgðarleysi. Þingmenn virðast t.d. enn telja það alveg í himnalagi að skila ekki inn ársreikningum stjórnmálaflokka og hreyfinga fyrr en hentar þeim sjálfum; láta átölulaust mánuð eftir mánuð að þjóð og kjósendur séu ekki upplýst um fjárstyrki og annað sem getur valdið vanhæfi kjörins fulltrúa. Af málefnum vekja stórundarleg hrossakaup um fyrningu veiðiheimilda athygli, ekki síst krónískur skortur á skilningi aðila um nauðsyn þess að skapa góða sátt með þjóðinni til lengri tíma horft um eðlilegar forsendur rekstrar og arðsemi í þessari atvinnugrein eins og öðrum atvinnugreinum í markaðshagkerfi. Ekki síður athygliverð er stórundarlega þingályktunartillagan um að draga ESB-umsókn til baka sem lýsir því miður engu öðru yfir hvarvetna en óvæntu rökþroti kyrrstöðusinna í Evrópumálum. Við hvað eru menn hræddir? Og af hverju alltaf þessi endemis níska í erlendum samskiptum? Af hverju megum við ekki læra meir um fulla aðild, rétt eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert, og kosið um hver hjá sér? Víkingar og skáld bjartleit á brún verða að þora að segja já eða nei í kosningum um aðildarsamning. Við verðum að þora að segja til um okkar pólitísku framtíð. Þora að svara undirliggjandi spurningum sem í þessari ákvarðanatöku felast, eins og t.d. þessum: Stefnum við á þéttbýlið eða dreifbýlið? Og verðum við með allt sem þarf í farteskinu sem hvorum þessara kosta fylgir? Dómur hæstaréttar Dómur hæstaréttar breytir til hins betra horfum um hagvöxt fyrir okkar örhagkerfi frumframleiðslu orku, áls og fisks, ferðamanna og hátækni. Samningsákvæði er dæmt ólögmætt sem áður tryggði okurarðsemi af seldu lánsfé við tilteknar aðstæður - sem svo voru skapaðar með ákvörðunum/aðgerðum/aðgerðaleysi fjármálafyrirtækja og opinberra aðila, þ.m.t. eftirlitskerfi framkvæmdavaldsins og lagaumhverfi löggjafarvaldsins. Hótanir Más seðlabankastjóra og Gylfa viðskiptaráðherra um að viðskiptavinir og/eða allur almenningur muni með auknu vaxtaorkri, auknum skattahækkunum eða öðru svona fjárhagslegu ofbeldi gegn okkur góðum landsmönnum, á endanum greiða þá fjármuni sem hæstaréttardómurinn skilar nú skuldunautum til baka, er auðvitað staurblönk og vitaverð móðun sem gefur í skyn að fjarlægja skuli rekstrar- og fjárhagsábyrgð úr hendi stjórnenda eða eigenda fjármálafyrirtækja á skilgreindum samkeppnismarkaði. Stjórnunarflipp þeirra félaga er alveg út úr korti í markaðshagkerfi samkeppni og samningsfrelsis þar sem a) markaðsaðilar á framboðshlið standa og falla með sínum viðskiptaákvörðunum, b) skattstofnar eru hverfandi hjá ofurskuldsettum heimilum og fyrirtækjum og c) yngri kynslóðir kjósa með fótunum njóti þau ekki svipaðra lífskjskjara hér og fást í okkar nágrannalöndum. Hvað á að gera? Spurt er: Hvað á að gera í þessu með vextina á gengisbundnu lánunum nú eftir dóm hæstaréttar? Svar: Söluaðilar/Lánadrottnar sem eiga fyrrum gengisbundnar kröfur/lánasamninga í íslenskum krónum eiga að viðurkenna mistök sín og gera kaupendum/skuldunautum samræmt tilboð í vexti sambærilegra lánasamninga - sem yrðu þá hærri en samningsvextir og lægri en viðmiðunarvextir. Ef ekki næst saman milli seljenda og kaupenda má leggja málið fyrir úrskurðaraðila eða fá úrskurð dómstóla. Í framhaldi væri æskilegt að prófmál kæmi til kasta hæstaréttar, t.d. ef lánadrottnum dytti í hug að segja fyrrum gengisbundinn samning nú ógildan með vísan til forsendubrests, sbr. lög og dóm hæstaréttar, og er þá forsendubrestur úr hendi hæstaréttar. Hæstiréttur hefur sagt A og því við hæfi í máli sem reynir á forsendubrest og lög þar um að segi þá einnig B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Um þessa helgi koma saman til flokksþinga stórir hópar flokksbundins fólks til samráðs og samstarfs á eins konar minni þjóðfundum stjórnmálaflokkanna. Vonandi verður þá er með skipulegum og skilvirkum hætti farið yfir helstu álitamál og málefni þjóðar og samfélags, ekki síður en innanhúsmál og óskandi allir hafi þá lesið a.m.k. fimmtíu síður í metsölubók sannleiksnefndar alþingis. Heiðarlegt og ítarlegt uppgjör og reikningsskil með eftirmálum lexía og lærdóms er sennilega skást möguleg aðferðafræði til þess að bjarga framtíð samfélags sem ratað hefur í þær ógöngur að glata sínu efnahagslega sjálfstæði - sem engu dylst öllum íbúum plánetunnar. Öll heimsins uppgjör og reikningsskil, lexíur og lærdómur, endurheimta aldrei glatað frelsi sem í þessu felst né þau glötuðu tækifæri eða þau miklu verðmæti sem hefðu orðið til ef við hefðum ekki ratað í þær ógöngur. Eftirmálar hruns og reikningsskila þurfa ekki síður að snúaast um það hver vill og getur leiðrétt, lagfært og bætt þennan fórnarkostnað, alveg eins og beinan kostnað og annan kostnað af margvíslegum toga. Hrossakaup?Ef ábyrgðin er móðir traustsins, og kjörnum fulltrúum almennings í lýðræðisríki að öllu eðlilegu ekki stætt í starfi án trausts umbjóðenda, er með ólíkindum hve ákaft kjörnir fulltrúar draga úr trausti með eigin ábyrgðarleysi. Þingmenn virðast t.d. enn telja það alveg í himnalagi að skila ekki inn ársreikningum stjórnmálaflokka og hreyfinga fyrr en hentar þeim sjálfum; láta átölulaust mánuð eftir mánuð að þjóð og kjósendur séu ekki upplýst um fjárstyrki og annað sem getur valdið vanhæfi kjörins fulltrúa. Af málefnum vekja stórundarleg hrossakaup um fyrningu veiðiheimilda athygli, ekki síst krónískur skortur á skilningi aðila um nauðsyn þess að skapa góða sátt með þjóðinni til lengri tíma horft um eðlilegar forsendur rekstrar og arðsemi í þessari atvinnugrein eins og öðrum atvinnugreinum í markaðshagkerfi. Ekki síður athygliverð er stórundarlega þingályktunartillagan um að draga ESB-umsókn til baka sem lýsir því miður engu öðru yfir hvarvetna en óvæntu rökþroti kyrrstöðusinna í Evrópumálum. Við hvað eru menn hræddir? Og af hverju alltaf þessi endemis níska í erlendum samskiptum? Af hverju megum við ekki læra meir um fulla aðild, rétt eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert, og kosið um hver hjá sér? Víkingar og skáld bjartleit á brún verða að þora að segja já eða nei í kosningum um aðildarsamning. Við verðum að þora að segja til um okkar pólitísku framtíð. Þora að svara undirliggjandi spurningum sem í þessari ákvarðanatöku felast, eins og t.d. þessum: Stefnum við á þéttbýlið eða dreifbýlið? Og verðum við með allt sem þarf í farteskinu sem hvorum þessara kosta fylgir? Dómur hæstaréttar Dómur hæstaréttar breytir til hins betra horfum um hagvöxt fyrir okkar örhagkerfi frumframleiðslu orku, áls og fisks, ferðamanna og hátækni. Samningsákvæði er dæmt ólögmætt sem áður tryggði okurarðsemi af seldu lánsfé við tilteknar aðstæður - sem svo voru skapaðar með ákvörðunum/aðgerðum/aðgerðaleysi fjármálafyrirtækja og opinberra aðila, þ.m.t. eftirlitskerfi framkvæmdavaldsins og lagaumhverfi löggjafarvaldsins. Hótanir Más seðlabankastjóra og Gylfa viðskiptaráðherra um að viðskiptavinir og/eða allur almenningur muni með auknu vaxtaorkri, auknum skattahækkunum eða öðru svona fjárhagslegu ofbeldi gegn okkur góðum landsmönnum, á endanum greiða þá fjármuni sem hæstaréttardómurinn skilar nú skuldunautum til baka, er auðvitað staurblönk og vitaverð móðun sem gefur í skyn að fjarlægja skuli rekstrar- og fjárhagsábyrgð úr hendi stjórnenda eða eigenda fjármálafyrirtækja á skilgreindum samkeppnismarkaði. Stjórnunarflipp þeirra félaga er alveg út úr korti í markaðshagkerfi samkeppni og samningsfrelsis þar sem a) markaðsaðilar á framboðshlið standa og falla með sínum viðskiptaákvörðunum, b) skattstofnar eru hverfandi hjá ofurskuldsettum heimilum og fyrirtækjum og c) yngri kynslóðir kjósa með fótunum njóti þau ekki svipaðra lífskjskjara hér og fást í okkar nágrannalöndum. Hvað á að gera? Spurt er: Hvað á að gera í þessu með vextina á gengisbundnu lánunum nú eftir dóm hæstaréttar? Svar: Söluaðilar/Lánadrottnar sem eiga fyrrum gengisbundnar kröfur/lánasamninga í íslenskum krónum eiga að viðurkenna mistök sín og gera kaupendum/skuldunautum samræmt tilboð í vexti sambærilegra lánasamninga - sem yrðu þá hærri en samningsvextir og lægri en viðmiðunarvextir. Ef ekki næst saman milli seljenda og kaupenda má leggja málið fyrir úrskurðaraðila eða fá úrskurð dómstóla. Í framhaldi væri æskilegt að prófmál kæmi til kasta hæstaréttar, t.d. ef lánadrottnum dytti í hug að segja fyrrum gengisbundinn samning nú ógildan með vísan til forsendubrests, sbr. lög og dóm hæstaréttar, og er þá forsendubrestur úr hendi hæstaréttar. Hæstiréttur hefur sagt A og því við hæfi í máli sem reynir á forsendubrest og lög þar um að segi þá einnig B.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun