Hamilton ber sig vel eftir óhapp 8. október 2010 09:34 Hamilton komst lítt áleiðis með að stilla blnum sínum upp fyrir Suzuka brautina um í nótt eftir óhapp. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton fór útaf á fyrri æfingunni af tveimur og náði aðeins að aka í 10 mínútur af 90 sem voru í boði á þeirri síðari. Þetta hefur því rofið undirbúnings Hamiltons og Mclaren, sem ætlaði að prófa ýmsar nýjungar á bíl hans . "Strákarnir unnu ótrúlega vel í að raða bílnum saman á ný og við náðum síðustu 10 mínútunum. En við töpuðum miklum tíma. En það er annar dagur á morgun og það á að rigna, þannig að allir byrja á núlli", sagði Hamilton og bar sig vel, þrátt fyrir áfallið. "Ég komst bara fjóra hringi á tíma og var rétt að finna inn á bílinn á æfingunum, en veit ekki hvernig bíllinn raunverulega virkar." Hamilton féll úr leik í tveimur síðustu mótum eftir árekstra og óhappið í nótt var ekki til að bæta stöðu hans hvað titilbaráttuna varðar. "Ég keyrði af of mikilli áfergju. Þetta var ekkert risa óhapp, en malargryfjan var hál á þessum tíma. Ég sá aðra fara útaf, en þeir sluppu með það. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og ég vona að það reynist rétt", sagði Hamilton. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton fór útaf á fyrri æfingunni af tveimur og náði aðeins að aka í 10 mínútur af 90 sem voru í boði á þeirri síðari. Þetta hefur því rofið undirbúnings Hamiltons og Mclaren, sem ætlaði að prófa ýmsar nýjungar á bíl hans . "Strákarnir unnu ótrúlega vel í að raða bílnum saman á ný og við náðum síðustu 10 mínútunum. En við töpuðum miklum tíma. En það er annar dagur á morgun og það á að rigna, þannig að allir byrja á núlli", sagði Hamilton og bar sig vel, þrátt fyrir áfallið. "Ég komst bara fjóra hringi á tíma og var rétt að finna inn á bílinn á æfingunum, en veit ekki hvernig bíllinn raunverulega virkar." Hamilton féll úr leik í tveimur síðustu mótum eftir árekstra og óhappið í nótt var ekki til að bæta stöðu hans hvað titilbaráttuna varðar. "Ég keyrði af of mikilli áfergju. Þetta var ekkert risa óhapp, en malargryfjan var hál á þessum tíma. Ég sá aðra fara útaf, en þeir sluppu með það. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og ég vona að það reynist rétt", sagði Hamilton. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira