Vopnaleit á tónleikum Móra 3. mars 2010 06:00 engar stungur Móri segir að enginn þurfi að óttast stungur á styrktartónleikum hans í kvöld.fréttablaðið/anton „Það verður náttúrlega vopnaleit við hliðið. Það þarf enginn að óttast stungur eða neitt,“ segir rapparinn Móri. Hann heldur styrktartónleika á Sódómu Reykjavík í kvöld til að borga væntanlegan lögfræðikostnað vegna átaka hans og Erps Eyvindarsonar þar sem hnífur var dreginn á loft. „Ég er atvinnulaus og get ekki borgað lögfræðingnum,“ segir hann og hvetur rappáhugamenn til að mæta á tónleikana, þar á meðal Erp. „Erpur og allir úr Rottweiler eru velkomnir svo lengi sem þeir borga aðgangseyrinn og styrkja gott málefni.“ Móri ætlar að syngja lög af fyrstu plötu sinni á tónleikunum sem verður einmitt endurútgefin á Gogoyoko.com í dag. Einnig verða nokkur ný lög sett í sölu á síðunni, sem Móri mun einnig syngja í kvöld. Hann segist hafa verið á fullu að semja tónlist að undanförnu en átta ár eru liðin síðan frumburðurinn Móri kom út. „Ég á efni í svona þrjár plötur en ég er búinn að vera vinnandi og í skóla og erlendis. Maður hefur ekkert haft tíma fyrir tónlist því maður hefur verið að reyna að lifa eðlilegu lífi. Síðan kemur Erpur og fer að hrauna yfir mann í fjölmiðlum.“ Hann viðurkennir að hlutirnir hafi farið úr böndunum þegar þeir hittust en vill annars ekkert tjá sig um málið. Síðustu tónleikar Móra voru í nóvember í fyrra á Jacobsen en hann stefnir á að vera duglegri við tónleikahald á næstunni. Moppa með gylltri áletrun verður í boði fyrir fyrstu tíu gestina sem mæta á Sódómu í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 21 og er miðaverð 1.000 krónur. - fb Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Sjá meira
„Það verður náttúrlega vopnaleit við hliðið. Það þarf enginn að óttast stungur eða neitt,“ segir rapparinn Móri. Hann heldur styrktartónleika á Sódómu Reykjavík í kvöld til að borga væntanlegan lögfræðikostnað vegna átaka hans og Erps Eyvindarsonar þar sem hnífur var dreginn á loft. „Ég er atvinnulaus og get ekki borgað lögfræðingnum,“ segir hann og hvetur rappáhugamenn til að mæta á tónleikana, þar á meðal Erp. „Erpur og allir úr Rottweiler eru velkomnir svo lengi sem þeir borga aðgangseyrinn og styrkja gott málefni.“ Móri ætlar að syngja lög af fyrstu plötu sinni á tónleikunum sem verður einmitt endurútgefin á Gogoyoko.com í dag. Einnig verða nokkur ný lög sett í sölu á síðunni, sem Móri mun einnig syngja í kvöld. Hann segist hafa verið á fullu að semja tónlist að undanförnu en átta ár eru liðin síðan frumburðurinn Móri kom út. „Ég á efni í svona þrjár plötur en ég er búinn að vera vinnandi og í skóla og erlendis. Maður hefur ekkert haft tíma fyrir tónlist því maður hefur verið að reyna að lifa eðlilegu lífi. Síðan kemur Erpur og fer að hrauna yfir mann í fjölmiðlum.“ Hann viðurkennir að hlutirnir hafi farið úr böndunum þegar þeir hittust en vill annars ekkert tjá sig um málið. Síðustu tónleikar Móra voru í nóvember í fyrra á Jacobsen en hann stefnir á að vera duglegri við tónleikahald á næstunni. Moppa með gylltri áletrun verður í boði fyrir fyrstu tíu gestina sem mæta á Sódómu í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 21 og er miðaverð 1.000 krónur. - fb
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Sjá meira