Dregur ekkert undan í krassandi bók um líf sitt 3. mars 2010 06:00 sendir frá sér bók Logi lofar að draga ekkert undan í bók sem hann gefur út á afmælisdaginn sinn í október.fréttablaðið/arnþór „Ég ætla að vera einlægur og dreg ekkert undan. Það er það sem bókin gengur út á og það sem vantar á Íslandi," segir handboltahetjan Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bók á afmælisdaginn sinn, 10. október. Bókin kemur því út 10.10."10, en þá verða einmitt tíu ár síðan Logi hélt til Þýskalands og gerðist atvinnumaður í handbolta. „Almenningur sér alltaf bara toppinn á ísjakanum, en við ætlum að sýna allan ísjakann í bókinni," segir Logi. Henry Birgir Gunnarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar bókina með honum. „Henry á eftir að draga allt upp úr mér. Ég held að við tveir saman eigum eftir að gera þessa bók ógleymanlega. Það er ekkert flóknara." Spurður hvort bókin eigi eftir að koma óþægilega við einhverja segist Logi ekki ætla að tala illa um neinn enda sé það ekki markmiðið með bókinni „Ég ætla að varpa ljósi á hvað er að gerast bak við tjöldin," segir hann. „Ég tala um landsliðið og segi alls konar sögur sem ég myndi aldrei skrifa undir venjulegum kringumstæðum." Og Logi heldur áfram: „Ég ætla að segja frá öllu eins og það er. Til dæmis launamálum og hvernig allt fer fram - hvernig handboltaheimurinn getur líka verið svartur. Bókin á að svipta hulunni af því sem er að gerast. Það á eftir að gera bókina eftirsóknarverða. Ég ætla ekki að lofa miklu, en það gerast hlutir sem eiga eftir að hneyksla fólk og fá það til að springa úr hlátri." Logi hefur verið meiddur undanfarna mánuði og lítið komið við sögu í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann spilaði einnig lítið með landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta í janúar. „Ég nefni þetta allt erfiðustu tímana," segir Logi. „Hvernig fólk lætur við mann þegar maður spilar vel. Þá eru allir að taka í höndina á manni og dingla heima og fá kaffi. En þegar maður er meiddur og ekkert að spila þá heilsar fólk manni ekki." Logi segir að bókin verði skemmtilega upp sett, með nóg af myndum og öðru aukaefni - meira að segja tölvupósti frá hinum og þessum. „Það er búið að vera draumur minn að skrifa bók og þetta er fullkomin tímasetning," segir Logi. „Það er ákveðnum kafla í lífi mínu að ljúka nú þegar ég er að yfirgefa Lemgo. Ég veit að þetta á eftir að vera bók sem fólk mun tala um, það er ekki spurning." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Ég ætla að vera einlægur og dreg ekkert undan. Það er það sem bókin gengur út á og það sem vantar á Íslandi," segir handboltahetjan Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bók á afmælisdaginn sinn, 10. október. Bókin kemur því út 10.10."10, en þá verða einmitt tíu ár síðan Logi hélt til Þýskalands og gerðist atvinnumaður í handbolta. „Almenningur sér alltaf bara toppinn á ísjakanum, en við ætlum að sýna allan ísjakann í bókinni," segir Logi. Henry Birgir Gunnarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar bókina með honum. „Henry á eftir að draga allt upp úr mér. Ég held að við tveir saman eigum eftir að gera þessa bók ógleymanlega. Það er ekkert flóknara." Spurður hvort bókin eigi eftir að koma óþægilega við einhverja segist Logi ekki ætla að tala illa um neinn enda sé það ekki markmiðið með bókinni „Ég ætla að varpa ljósi á hvað er að gerast bak við tjöldin," segir hann. „Ég tala um landsliðið og segi alls konar sögur sem ég myndi aldrei skrifa undir venjulegum kringumstæðum." Og Logi heldur áfram: „Ég ætla að segja frá öllu eins og það er. Til dæmis launamálum og hvernig allt fer fram - hvernig handboltaheimurinn getur líka verið svartur. Bókin á að svipta hulunni af því sem er að gerast. Það á eftir að gera bókina eftirsóknarverða. Ég ætla ekki að lofa miklu, en það gerast hlutir sem eiga eftir að hneyksla fólk og fá það til að springa úr hlátri." Logi hefur verið meiddur undanfarna mánuði og lítið komið við sögu í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann spilaði einnig lítið með landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta í janúar. „Ég nefni þetta allt erfiðustu tímana," segir Logi. „Hvernig fólk lætur við mann þegar maður spilar vel. Þá eru allir að taka í höndina á manni og dingla heima og fá kaffi. En þegar maður er meiddur og ekkert að spila þá heilsar fólk manni ekki." Logi segir að bókin verði skemmtilega upp sett, með nóg af myndum og öðru aukaefni - meira að segja tölvupósti frá hinum og þessum. „Það er búið að vera draumur minn að skrifa bók og þetta er fullkomin tímasetning," segir Logi. „Það er ákveðnum kafla í lífi mínu að ljúka nú þegar ég er að yfirgefa Lemgo. Ég veit að þetta á eftir að vera bók sem fólk mun tala um, það er ekki spurning." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira