Erlent

Ellefu létust í sprengingu í rússneskri kolanámu

Vladimir Pútin forsætisráðherra Rússlands fylgist með björgunaraðgerðum í nótt.
Vladimir Pútin forsætisráðherra Rússlands fylgist með björgunaraðgerðum í nótt. MYND/AP
Ellefu eru látnir og 41 slasaður eftir að tvær sprengingar urðu í stærstu kolanámu Rússlands í gærkvöldi. Að minnsta kosti 84 eru enn í námunni sem er staðsett í Kemerovo héraði í vesturhluta Síberíu. Alls voru 359 starfsmenn neðanjarðar þegar fyrri sprengingin varð, en talið er að um hafi verið að ræða metansprengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×