Enski boltinn

Eiður Smári ekki sá eini sem er á förum frá Stoke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tuncay Sanli.
Tuncay Sanli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Daily Star skrifar um það í morgun að Tony Pulis, stjóri Stoke, sé ekki aðeins tilbúinn að selja Eið Smára Guðjohnsen heldur bendir margt til þess að Tuncay Sanli og varnarmaðurinn Danny Higginbotham sé einnig á förum frá Britannia Stadium.

Tuncay Sanli hefur fengið að spila 10 leiki (8 sem varamaður) og í 448 mínútur með Stoke í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Danny Higginbotham hefur spilað 304 mínútur í 4 leikjum. Eiður Smári hefur komið við sögu í 4 leikjum og aðeins spilað í 69 mínútur.

Tuncay Sanli er 28 ára gamall og þykir eins og Eiður Smári vera lunkinn leikmaður sem hefur ekki fundið sig í varnarsinnaðri leikaðferð Tony Pulis. Á tveimur tímabilum sínum hjá Stoke þá hefur hann spilað 25 af 40 leikjum sínum sem varamaður.

„Ef að gott tilboð berst sem hentar okkur þá göngum við frá því sama hver á í hlut," sagði Tony Pulis við Daily Star.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×