Í fangelsi fyrir að kasta glasi í lögreglukonu Valur Grettisson skrifar 15. desember 2010 14:26 Selfoss. 23 ára kona var dæmd í dag í átta mánaða fangelsi fyrir að kasta bjórglasi í höfuð lögreglukonu í nóvember á síðasta ári. Konan var að skemmta sér á 800 Bar á Selfossi þegar lögreglan kom á vettvang til þess að fjarlægja æstan mann ótengdum konunni. Lögreglukonan ætlaði að fara inn á skemmtistaðinn til að ræða við dyraverðina. Þá stóð hin dæmda fyrir dyrunum. Lögreglukonan vísaði henni frá dyrunum með því að taka í hana og færa hana frá. Konan, sem stóð 2-3 metra frá lögreglukonunni, brást illa við tilmælum hennar og kastað glasi, sem hún hafi haldið á, af afli í átt að lögreglukonunni. Í þann mund snéri lögreglukonan sér við og lenti glasið þá í enni hennar. Glasið brotnaði þegar það skall í jörðina. Konan fékk stóra bólgukúlu á ennið eins og það er orðað í dómnum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að konan hafi neitað sök. Hún hafi hinsvegar verið verulega ölvuð og því ekki munað vel eftir atburðinum. Hún var hinsvegar sakfelld á framburði lögreglunnar. Þá segir í niðurstöðu dómsins að konan hafi ekki áður gerst sek um refsiverðan verknað. Nokkuð er um liðið síðan atvikið varð og hefur hin konan lagt stund á háskólanám. Árás hennar gagnvart lögreglukonunni, sem var að sinna skyldustörfum sínum, var með öllu tilefnislaus og segir í niðurstöðu dómsins að hún lýsi skeytingarleysi og virðingarleysi gagnvart lögreglu sem hafði lögmæt og eðlileg afskipti af konunni umrætt sinn. því þyki hæfilegt að dæma hana í átta mánaða fangelsi. Þá vekur sérstaka athygli að aðeins 6 mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og falla niður að þremur árum liðnum. Konan þarf því að afplána tvo mánuði í fangelsi þrátt fyrir að vera með hreina sakaskrá. Ekki þótti skipta máli að það var lögreglan á Selfossi sem rannsakaði málið þrátt fyrir að lögreglukonan starfaði þar og gerir enn. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
23 ára kona var dæmd í dag í átta mánaða fangelsi fyrir að kasta bjórglasi í höfuð lögreglukonu í nóvember á síðasta ári. Konan var að skemmta sér á 800 Bar á Selfossi þegar lögreglan kom á vettvang til þess að fjarlægja æstan mann ótengdum konunni. Lögreglukonan ætlaði að fara inn á skemmtistaðinn til að ræða við dyraverðina. Þá stóð hin dæmda fyrir dyrunum. Lögreglukonan vísaði henni frá dyrunum með því að taka í hana og færa hana frá. Konan, sem stóð 2-3 metra frá lögreglukonunni, brást illa við tilmælum hennar og kastað glasi, sem hún hafi haldið á, af afli í átt að lögreglukonunni. Í þann mund snéri lögreglukonan sér við og lenti glasið þá í enni hennar. Glasið brotnaði þegar það skall í jörðina. Konan fékk stóra bólgukúlu á ennið eins og það er orðað í dómnum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands segir að konan hafi neitað sök. Hún hafi hinsvegar verið verulega ölvuð og því ekki munað vel eftir atburðinum. Hún var hinsvegar sakfelld á framburði lögreglunnar. Þá segir í niðurstöðu dómsins að konan hafi ekki áður gerst sek um refsiverðan verknað. Nokkuð er um liðið síðan atvikið varð og hefur hin konan lagt stund á háskólanám. Árás hennar gagnvart lögreglukonunni, sem var að sinna skyldustörfum sínum, var með öllu tilefnislaus og segir í niðurstöðu dómsins að hún lýsi skeytingarleysi og virðingarleysi gagnvart lögreglu sem hafði lögmæt og eðlileg afskipti af konunni umrætt sinn. því þyki hæfilegt að dæma hana í átta mánaða fangelsi. Þá vekur sérstaka athygli að aðeins 6 mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og falla niður að þremur árum liðnum. Konan þarf því að afplána tvo mánuði í fangelsi þrátt fyrir að vera með hreina sakaskrá. Ekki þótti skipta máli að það var lögreglan á Selfossi sem rannsakaði málið þrátt fyrir að lögreglukonan starfaði þar og gerir enn.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira