Hrafnhildur: Búin að bíða eftir þessu í ansi mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2010 20:30 Hrafnhildur Skúladóttir. Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag. „Það er kominn mjög mikill spenningur í mig núna. Ég er búin að vera í landsliðinu í þrettán ár og hef alltaf stefnt að þessu. Ég er því búin að bíða í ansi mörg ár," segir Hrafnhildur en hún og liðið er nýkomin heim eftir æfingamót í Noregi um síðustu helgi. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi en þessi leikur var svolítið svindl. Við eyddum öllum fimmtudeginum að ferðast, þurftum að taka tvö flug og fengum síðan enga æfingu um kvöldið. Við náðum ekki að ná úr okkur neinni flugþreytu og svo vöknuðum við eldsnemma næsta morgun til þess að fara í annað flug þar sem leikurinn var," lýsir Hrafnhildur. „Við eyddum tveimur dögum í ferðlög og fórum beint í leik án þess að hreyfa okkur nokkuð. Það var engin líkamlega klár í slaginn. Þetta var bara hræðilegt og við áttum bara mjög slæman dag. Það er mjög margt gott sem er hægt að taka með á Evrópumótið úr hinum tveimur leikjunum," segir Hrafnhildur. „Við áttum stóran draum um að vinna Dani, vorum einu marki yfir þegar korter var eftir og áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti. Við klúðruðum því en það var hörkuspennandi leikur og það var bara rétt í lokin sem við misstum þær frá okkur," segir Hrafnhildur en íslenska liðið tapaði 24-30 á móti Dönum. Lokaleikurinn tapaðist síðan á móti Serbum eftir spennandi leik. „Væntingarnar til EM eru ennþá að koma á óvart og komast í milliriðla. Við ætlum að koma óvart strax í fyrsta leik á móti Króatíu. Fyrirfram ættum við að eiga mestu möguleikana á móti Króatíu en Rússar stefna á það að verða Evrópumeistarar og eru í topp þremur í Evrópu," segir Hrafnhildur sem segir að þriðju mótherjar íslenska liðsins í riðlinum, Svartfjallaland, sé búið að missa tvo leikmenn sem ætti að hjálpa íslenska liðinu. „Það eru tvær sem hafa spilað með Serbíu en eru ekki búnar að bíða í þrjú ár og fá því ekki að spila. Þar á meðal er örvhent skytta sem er mjög mikill markaskorari og línumaður sem er algjör vinnuhestur. Það eru klárlega mjög sterkir leikmenn sem þær missa sem er bara mjög gott fyrir okkur," sagði Hrafnhildur. Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag. „Það er kominn mjög mikill spenningur í mig núna. Ég er búin að vera í landsliðinu í þrettán ár og hef alltaf stefnt að þessu. Ég er því búin að bíða í ansi mörg ár," segir Hrafnhildur en hún og liðið er nýkomin heim eftir æfingamót í Noregi um síðustu helgi. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi en þessi leikur var svolítið svindl. Við eyddum öllum fimmtudeginum að ferðast, þurftum að taka tvö flug og fengum síðan enga æfingu um kvöldið. Við náðum ekki að ná úr okkur neinni flugþreytu og svo vöknuðum við eldsnemma næsta morgun til þess að fara í annað flug þar sem leikurinn var," lýsir Hrafnhildur. „Við eyddum tveimur dögum í ferðlög og fórum beint í leik án þess að hreyfa okkur nokkuð. Það var engin líkamlega klár í slaginn. Þetta var bara hræðilegt og við áttum bara mjög slæman dag. Það er mjög margt gott sem er hægt að taka með á Evrópumótið úr hinum tveimur leikjunum," segir Hrafnhildur. „Við áttum stóran draum um að vinna Dani, vorum einu marki yfir þegar korter var eftir og áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti. Við klúðruðum því en það var hörkuspennandi leikur og það var bara rétt í lokin sem við misstum þær frá okkur," segir Hrafnhildur en íslenska liðið tapaði 24-30 á móti Dönum. Lokaleikurinn tapaðist síðan á móti Serbum eftir spennandi leik. „Væntingarnar til EM eru ennþá að koma á óvart og komast í milliriðla. Við ætlum að koma óvart strax í fyrsta leik á móti Króatíu. Fyrirfram ættum við að eiga mestu möguleikana á móti Króatíu en Rússar stefna á það að verða Evrópumeistarar og eru í topp þremur í Evrópu," segir Hrafnhildur sem segir að þriðju mótherjar íslenska liðsins í riðlinum, Svartfjallaland, sé búið að missa tvo leikmenn sem ætti að hjálpa íslenska liðinu. „Það eru tvær sem hafa spilað með Serbíu en eru ekki búnar að bíða í þrjú ár og fá því ekki að spila. Þar á meðal er örvhent skytta sem er mjög mikill markaskorari og línumaður sem er algjör vinnuhestur. Það eru klárlega mjög sterkir leikmenn sem þær missa sem er bara mjög gott fyrir okkur," sagði Hrafnhildur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni