Lífið

Efnileg ballerína

Leikkonan ásamt þriggja ára dóttur sinni og Toms Cruise, Suri.
Leikkonan ásamt þriggja ára dóttur sinni og Toms Cruise, Suri.
Leikkonan Katie Holmes segir að þriggja ára dóttir sín og Toms Cruise, Suri, gæti hæglega orðið fræg ballerína í framtíðinni. Suri er þegar byrjuð að fara í danstíma og hefur sýnt óvenju mikla hæfileika miðað við hversu ung hún er. Holmes er sannfærð um að dóttir sín eigi eftir að verða frábær dansari. „Hún elskar ballett og hún er virkilega góð,“ sagði Holmes. Auk þess að stunda balletdans hefur Suri í nógu að snúast því hún hefur einnig farið á námskeið í steppdansi og leiklist. Einnig fer hún í spænsku- og frönskukennslu og lærir á fiðlu og píanó.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.