Erlent

Chavez slær í gegn á Twitter

MYND/AP
Hugo Chavez hinn litríki en umdeildi leiðtogi Venesúela hefur stofnað Twitter síðu. Á aðeins hálfum mánuði hefur hann skotist í fyrsta sætið yfir mest lesnu Twitter síðurnar í Venesúela og hafa 237 þúsund manns skráð sig sem vini forsetans. Það færir honum fyrsta sætið í landinu en áður var vinsælasta Twitter síðan sú sem Globovision sjónvarpsstöðin heldur úti en stöðin hefur haldið uppi harðri gagnrýni á störf forsetans.

Chavez er yfir sig ánægður með viðtökurnar og gerir lítið úr þeim sem gagnrýna Twittið og segja að forsetinn ætti að gera eitthvað betra við tímann sinn. Þá hefur þetta opnað þeim sem vilja hella úr skálum reiði sinnar yfir forsetann nýja leið. „Sumir gagnýna mig og sumir móðga mig. Mér er alveg sama. Þetta er nýr samskiptamáti."

Chavez er svo hrifinn af Twitter að í gær lýsti hann því yfir að hann ætli sér að ráða 200 manns í nýja deild hjá forsetaembættinu. Þeim er aðeins ætlað að halda utan um Twitter skilaboð forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×