Alvöru indí-hrærigrautur 23. september 2010 09:00 Kevin Barnes (lengst til vinstri) ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Of Montreal. Nordicphotos/Getty Hljómsveitin Of Montreal hefur gefið út sína tíundu hljóðversplötu. Forsprakkinn Kevin Barnes segir útkomuna bæði dansvæna og fönkaða. Tíunda hljóðversplata bandarísku indí-poppsveitarinnar Of Montreal, False Priest, er nýkomin út. „Þarna eru sterk R&B-áhrif og þarna er líka mikið af dansvænum og fönkuðum lögum. Við reynum líka að hafa þarna augnablik þar sem þú missir kjálkann af undrun, sérstaklega ef þú ert að hlusta á plötuna í heyrnatólum,“ segir forsprakkinn Kevin Barnes um hljóminn á plötunni. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við Of Montreal því hljómsveitin spilaði í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves-hátíðinni árið 2007 fyrir troðfullu húsi. Þá var sveitin að fylgja eftir plötunni Hissin Fauna, Are You The Destroyer?, sem kom sveitinni rækilega á kortið. Plötunni var hrósað í hástert og gagnrýnendur hrúguðu á hana stjörnum fyrir líflega og fjölbreytilega tónlistina þar sem mörgum stefnum var att saman í einn hressilegan indí-hrærigraut. Of Montreal kemur frá Aþenu í Georgíu-fylki, rétt eins og hljómsveitirnar R.E.M. og B-52"s. Kevin Barnes stofnaði sveitina árið 1996 og er sagður hafa skírt hana Of Montreal eftir misheppnað ástarsamband við konu frá Montreal í Kanada. Hljómsveitin hefur á ferli sínum vaðið úr einum stílnum í annan og verið dugleg við að spila lög eftir aðra tónlistarmenn, alls 86 talsins. Barnes er sjálfur óútreiknanlegur á tónleikum. Hann hefur staðið á sviði í New York og flengt „svín“ í miðju lagi ásamt leikkonunni Susan Sarandon, setið á hestbaki og flutt sex lög nakinn í Las Vegas. „Það væri hægt að líkja Kevin við náunga eins og Prince,“ segir Bryan Poole, gítarleikari Of Montreal. „Hann getur spilað á öll hljóðfæri og gert allt upp á eigin spýtur. Það er ákveðinn töfraljómi yfir svona náungum sem hafa gert alla hluti sjálfir.“ Hæfileikar Barnes virðast hafa fengið að njóta sín á plötunni því hún hefur fengið fína dóma, meðal annars fjórar stjörnur í bresku tónlistartímaritununm Q og Mojo. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira
Hljómsveitin Of Montreal hefur gefið út sína tíundu hljóðversplötu. Forsprakkinn Kevin Barnes segir útkomuna bæði dansvæna og fönkaða. Tíunda hljóðversplata bandarísku indí-poppsveitarinnar Of Montreal, False Priest, er nýkomin út. „Þarna eru sterk R&B-áhrif og þarna er líka mikið af dansvænum og fönkuðum lögum. Við reynum líka að hafa þarna augnablik þar sem þú missir kjálkann af undrun, sérstaklega ef þú ert að hlusta á plötuna í heyrnatólum,“ segir forsprakkinn Kevin Barnes um hljóminn á plötunni. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við Of Montreal því hljómsveitin spilaði í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves-hátíðinni árið 2007 fyrir troðfullu húsi. Þá var sveitin að fylgja eftir plötunni Hissin Fauna, Are You The Destroyer?, sem kom sveitinni rækilega á kortið. Plötunni var hrósað í hástert og gagnrýnendur hrúguðu á hana stjörnum fyrir líflega og fjölbreytilega tónlistina þar sem mörgum stefnum var att saman í einn hressilegan indí-hrærigraut. Of Montreal kemur frá Aþenu í Georgíu-fylki, rétt eins og hljómsveitirnar R.E.M. og B-52"s. Kevin Barnes stofnaði sveitina árið 1996 og er sagður hafa skírt hana Of Montreal eftir misheppnað ástarsamband við konu frá Montreal í Kanada. Hljómsveitin hefur á ferli sínum vaðið úr einum stílnum í annan og verið dugleg við að spila lög eftir aðra tónlistarmenn, alls 86 talsins. Barnes er sjálfur óútreiknanlegur á tónleikum. Hann hefur staðið á sviði í New York og flengt „svín“ í miðju lagi ásamt leikkonunni Susan Sarandon, setið á hestbaki og flutt sex lög nakinn í Las Vegas. „Það væri hægt að líkja Kevin við náunga eins og Prince,“ segir Bryan Poole, gítarleikari Of Montreal. „Hann getur spilað á öll hljóðfæri og gert allt upp á eigin spýtur. Það er ákveðinn töfraljómi yfir svona náungum sem hafa gert alla hluti sjálfir.“ Hæfileikar Barnes virðast hafa fengið að njóta sín á plötunni því hún hefur fengið fína dóma, meðal annars fjórar stjörnur í bresku tónlistartímaritununm Q og Mojo. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira