Lífið

Mischa Barton á lausu

Kærastinn fyrrverandi heitir hinu ágæta nafni DJ Ali Love.
Kærastinn fyrrverandi heitir hinu ágæta nafni DJ Ali Love.

Leikkonan Mischa Barton er á lausu eftir að hafa hætt með kærasta sínum, hinum breska DJ Ali Love.

Þau skötuhjúin kynntust í sumar og gekk sambandið vel í fyrstu. Hins vegar kunni Ali því illa hve mikla athygli sambandið fékk í fjölmiðlum og ákvað því að segja leikkonunni upp.

Það er vonandi að hinn breski plötusnúður verði vinalegri við Mischu en aðrir fyrrverandi kærastar hennar, nánar tiltekið olíuerfinginn Brandon Davis. Hann kallaði hana feitustu konu jarðar og fóru þau orð sem eldur í sinu um netheima. Olíuerfinginn tók ummælin seinna til baka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.