Körfubolti

Sverrir Þór hættur að spila og tekinn við kvennaliði Njarðvíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Þór Sverrisson í leik með Keflavík í úrslitakeppninni.
Sverrir Þór Sverrisson í leik með Keflavík í úrslitakeppninni. Mynd/Daníel
Sverrir Þór Sverrisson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann spilaði stórt hlutverk hjá Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni þegar liðið fór alla leið í oddaleik um titilinn. Sverrir Þór hefur auk þess tekið við þjálfun kvennaliðs Njarðvíkur í Iceland Express deildinni en Unndór Sigurðsson hætti með liðið í vor.

„Markmiðin okkar eru skýr en það er að búa til sterkt kvennalið til frambúðar í Njarðvík," sagði Sverrir í viðtali á heimasíðu Njarðvíkur en hann gerði Keflavíkurkonur að Íslandsmeisturum veturinn 2004-2005.

Sverrir tjáði sig einnig um framtíð sína sem leikmaður í viðtali við heimasíðuna. „Það var bara kominn tími á það að snúa sér alfarið að þjálfun og vissulega eru það þung spor að hætta að spila en jafnframt spennandi að taka þjálfunina af fullum krafti" sagði Sverrir.

Sverrir Þór hefur verið einn allra besti varnarmaður úrvalsdeildarinnar undanfarin ár og hann varð alls þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Keflavíkurliðinu á árunum 2003 til 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×