Óraunhæf óskhyggja 5. janúar 2010 05:30 Seint í fyrra var nokkuð fjallað um hugmyndina um norrænt varnarsamstarf. Að mínu mati hefur það aldrei verið raunhæf hugmynd og allra síst á vorum tímum. Svokölluð loftrýmisgæsla er einskis virði fyrir varnir Íslands og hefur þann eina tilgang að veita samstarfsþjóðum í NATO skilyrði til æfinga flugherja sinna. Ógn af hálfu Rússa er ekki lengur fyrir hendi og fylgst er með öllum æfingum flugherja Rússa á norðurslóðum frá Noregi og Bretlandi. Það er hins vegar nauðsynlegt vegna flugöryggis að Íslendingar hafi vitneskju um æfingaflug Rússa í nágrenni Íslands vegna alþjóðlegrar ábyrgðar okkar á öryggi flugs á þessum slóðum. Eins og ég hef áður bent á í greinum mínum um þessi mál er því nauðsynlegt að komast að samkomulagi við Rússa um samstarf við íslensku flugumferðarþjónustuna um þetta flug þeirra umhverfis Ísland. Ég hef enga vitneskju um það hvort þess hafi verið farið á leit við Rússa en hvet íslensk stjórnvöld til þess að reyna að ná samkomulagi við þá um þessi mál með tilliti til almenns flugöryggis á íslenska flugumferðarstjórnar svæðinu. Þessi mál vekja ennfremur upp þá spurningu hvort Ísland hafi í reynd nokkurn hag af því að vera áfram aðili að NATO. Það er einkum sú fyrirlitlega atlaga Breta að Íslandi með því að beita Ísland hryðjuverkalögum og framkoma NATO-þjóða í garð Íslendinga vegna Icesave-deilunnar sem styður þessar skoðanir mínar á samstarfi við NATO-þjóðirnar í dag. Ég á þó ekki von á því að núverandi utanríkisráðherra Íslands geri mikið í þessum málum í dag þótt hann hefði verið til í það fyrir einhverjum áratugum síðan. En það er líka spurning um hvort einhver önnur stjórnvöld hefðu gert það frekar. En er ekki kominn tími til þess að endurskoða afstöðu Íslands til NATO og ESB-þjóðanna sem eru einnig flestar meðlimir í þessum fyrrum varnarsamtökum gegn kommúnismanum? Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Seint í fyrra var nokkuð fjallað um hugmyndina um norrænt varnarsamstarf. Að mínu mati hefur það aldrei verið raunhæf hugmynd og allra síst á vorum tímum. Svokölluð loftrýmisgæsla er einskis virði fyrir varnir Íslands og hefur þann eina tilgang að veita samstarfsþjóðum í NATO skilyrði til æfinga flugherja sinna. Ógn af hálfu Rússa er ekki lengur fyrir hendi og fylgst er með öllum æfingum flugherja Rússa á norðurslóðum frá Noregi og Bretlandi. Það er hins vegar nauðsynlegt vegna flugöryggis að Íslendingar hafi vitneskju um æfingaflug Rússa í nágrenni Íslands vegna alþjóðlegrar ábyrgðar okkar á öryggi flugs á þessum slóðum. Eins og ég hef áður bent á í greinum mínum um þessi mál er því nauðsynlegt að komast að samkomulagi við Rússa um samstarf við íslensku flugumferðarþjónustuna um þetta flug þeirra umhverfis Ísland. Ég hef enga vitneskju um það hvort þess hafi verið farið á leit við Rússa en hvet íslensk stjórnvöld til þess að reyna að ná samkomulagi við þá um þessi mál með tilliti til almenns flugöryggis á íslenska flugumferðarstjórnar svæðinu. Þessi mál vekja ennfremur upp þá spurningu hvort Ísland hafi í reynd nokkurn hag af því að vera áfram aðili að NATO. Það er einkum sú fyrirlitlega atlaga Breta að Íslandi með því að beita Ísland hryðjuverkalögum og framkoma NATO-þjóða í garð Íslendinga vegna Icesave-deilunnar sem styður þessar skoðanir mínar á samstarfi við NATO-þjóðirnar í dag. Ég á þó ekki von á því að núverandi utanríkisráðherra Íslands geri mikið í þessum málum í dag þótt hann hefði verið til í það fyrir einhverjum áratugum síðan. En það er líka spurning um hvort einhver önnur stjórnvöld hefðu gert það frekar. En er ekki kominn tími til þess að endurskoða afstöðu Íslands til NATO og ESB-þjóðanna sem eru einnig flestar meðlimir í þessum fyrrum varnarsamtökum gegn kommúnismanum? Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun