Lífið

Carell hættir í Office en vill ekki hærri laun

Aumkunarverði forstjórinn Michael Scott kveður þegar næstu þáttaröð af The Office lýkur.
Aumkunarverði forstjórinn Michael Scott kveður þegar næstu þáttaröð af The Office lýkur.

Leikarinn Steve Carell segist ekki hafa hótað að hætta í gamanþáttunum í von um að fá launahækkun. Carell lýsti því yfir á dögunum að hann ætlaði að hætta eftir að næstu þáttaröð lýkur.

Ástæðan er sú að hann vill eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Carell hefur leikið hinn aumkunarverða forstjóra Michael Scott síðan þættirnir hófu göngu sína árið 2005. Þá tók hann við keflinu af Ricky Gervais sem lék sama hlutverk í hinum upprunalegu bresku þáttum.

„Þetta er engin samningabrella. Mig langar bara að eyða meiri tíma með börnunum mínum," sagði Carell. Hann á tvö börn, hinn fimm ára John og hina níu ára Elisabeth með eiginkonu sinni Nancy.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.